Ætlar sér að vinna heimsleikana í Crossfit Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2024 08:01 Breki er ótrúlegur íþróttamaður. Vísir/einar Breki Þórðarson hafnaði í öðru sæti á heimsleikum fatlaðra í Crossfit. Hann setur stefnuna á það að keppa í Crossfit ófatlaðra. Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra. CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra.
CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira