Viðskipti innlent

Hagnaður fé­lags Björns Braga dróst veru­lega saman

Árni Sæberg skrifar
Björn Bragi kemur meðal annars að rekstri Sykursalarins í Grósku.
Björn Bragi kemur meðal annars að rekstri Sykursalarins í Grósku.

Bananalýðveldið ehf., eignarhaldsfélag í eigu skemmtikraftsins Björns Braga Arnarssonar, hagnaðist um rúmar tíu milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn árið áður nam tæpum fjörutíu milljónum króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Bananalýðveldisins, sem gefinn var út í fyrradag. Þar segir að rekstrartekjur hafi numið 26,8 milljónum króna á síðasta ári og rekstrargjöld 11,1 milljón. Afkoma fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld hafi því verið tæplega 15,7 milljónir. Afkoma eftir fjármagnsliði hafi verið neikvæð um 260 þúsund krónur.

Hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga hafi aftur á móti verið 10,7 milljónir og afkoma félagsins því 10,4 milljónir króna.

Svipaða sögu var að segja árið 2022, þegar afkoma eftir fjármagnsliði var neikvæð um fimm 2,8 milljónir króna en hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga jákvæð um 41 milljón króna.

Eignir félagsins námu rétt tæplega 480 milljónum króna í lok síðasta árs og eigið fé 322 milljónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×