Körfubolti

Mögnuðu tíma­bili ný­liðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“

Aron Guðmundsson skrifar
Clark sækir í átt að körfunni gegn Connecticut Sun í nótt.
Clark sækir í átt að körfunni gegn Connecticut Sun í nótt. Vísir/Getty

Ný­liða­tíma­bili stór­stjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfu­bolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fe­ver, féll úr leik í úr­slita­keppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vin­sældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Fram­haldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfu­boltann í heild sinni.

Connecticut Sun reyndist of stór biti fyrir lið Indiana Fe­ver að kyngja í úr­slita­keppni WNBA deildarinnar og féll liðið úr leik í nótt eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Sun.

Með því lauk afar löngu tíma­bili Caitlin Clark. Ekki bara í WNBA deildinni því hún tók stökkið þangað, eftir að hafa verið valin fyrst í ný­liða­vali deildarinnar, beint eftir að hafa átt frá­bært hjá Iowa há­skólanum.

Innkoma Caitlin Clark í WNBA deildina hefur verið stórbrotinVísir/Getty

Þau eru þó­nokkur metin sem Caitlin Clark setti í deildar­keppninni á sínu fyrsta tíma­bili. Hún á nú metið yfir flestar stoð­sendingar í deildar­keppni WNBA deildarinnar. Alls 337 talsins. Þá er hún sá leik­maður í sögu deildarinnar sem hefur skorað og gefið flestar stoð­sendingar saman­lagt á einu tíma­bili. Alls kom hún að 1520 stigum.

Þá á Clark nú metið yfir flest stig skoruð af ný­liða í deildar­keppni WNBA deildarinnar. Alls 769 stig talsins og flestar þriggja stiga körfur hjá ný­liða sem voru alls 122 talsins.

„Það skemmti­lega við þetta er að mín til­finning er sú að ég sé bara rétt að klóra yfir­borðið,“ sagði Clark á blaða­manna­fundi eftir leik gær­kvöldsins en hún hefur verið valin nýliði ársins í deildinni. „Ég vil hjálpa þessu liði að ná enn hærra. Hjálpa liðs­fé­lögum mínum að verða enn betri. Á sama tíma veit ég að fyrir mig per­sónu­lega er rými fyrir bætingar. Það er það sem gerir mig svo spennta fyrir fram­haldinu. Mér líður eins og ég geti orðið miklu betri. Áður en við vitum af verðum við mætt aftur hingað við upp­haf nýs tíma­bils.“

Um var að ræða fyrsta skref Indiana Fe­ver í átt að meistara­titli með Caitlin Clark innan­borðs. Það virtist alltaf lang­skot að liðið myndi sækja sjálfan meistara­titilinn á þessu tíma­bili en þangað er stefnan sett í fram­haldinu.


Tengdar fréttir

„Sem sam­fé­lag erum við að vakna“

„Við finnum með­byr," segir Helena Sverris­dóttir, ein allra besta körfu­bolta­kona Ís­lands frá upp­hafi, sem á­samt Silju Úlfars­dóttur stendur fyrir á­horf­s­partýi í Mini­garðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fe­ver og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfu­bolta en Caitlin Clark, stór­stjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fe­ver.

Cailtin Clark áritaði kornabarn

Bandaríska körfuboltakonan Cailtin Clark getur varla farið út úr húsi lengur án þess að það hópist að henni fólk enda í dag einn frægasti íþróttamaður Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×