Rannsökum og ræðum menntakerfið Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 26. september 2024 10:02 Í skólum landsins endurspeglast styrkleikar jafnt sem veikleikar íslensks samfélags. Það eru blikur á lofti í íslensku menntakerfi, og margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála. Mikilvægt er að greina sóknarfærin, fjalla opinskátt um bæði kosti og galla kerfisins – og gæta þess að henda ekki barninu út með baðvatninu. Það skiptir miklu að stjórnvöld styðjist við rannsóknir á sviði menntavísinda og leiði fræða- og fagsamfélagið saman með markvissum hætti. Menntarannsóknir hafa eflst mjög hér á landi undanfarin ár, og eitt sem einkennir slíkar rannsóknir er að þær eru alla jafna unnar í þéttri samvinnu við fagsamfélagið, stjórnendur, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Hvað er til ráða? Ástæða er til að hafa áhyggjur af hrakandi námsárangri og læsi íslenskra ungmenna. Sé rýnt í PISA skýrslur undanfarinna ára má sjá ákveðið stef í tillögum fræðafólks háskólans sem fjalla um niðurstöður og setja þær í samhengi við íslenskan veruleika. Íslenskan á undir högg að sækja, það þarf að stórefla útgáfu á vönduðu námsefni, nýta fjölbreytta kennsluhætti, byggja upp viðeigandi aðstöðu til náttúrufræðikennslu, fjölga kennurum með sérhæfingu í stærðfræðikennslu og stórauka bókasafnskost grunn- og framhaldsskóla. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þróa nýja gerð samræmds námsmats. Ennfremur er lykilatriði að tryggja markvissa starfsþróun og símenntun kennara. Þá hafa sérfræðingar um árabil bent á að fjölga þurfi fagfólki innan skólanna sem vinna skipulega með vináttutengsl, samskipti og líðan nemenda. Allt þetta nám, formlega og óformlega, leggur grunninn að farsæld barnanna okkar og styrkir grunnstoðir samfélagsins. Hæfni til framtíðar Íslenskt menntakerfi býr yfir mikilvægum styrkleikum, þar á meðal góðu aðgengi að menntun, allt frá leikskóla upp í háskóla. Skapandi greinar, s.s. list- og verkgreinar, eru ennþá skyldugreinar í íslenskum grunnskólum og flest sveitarfélög hafa lagt auknar áherslur á skipulagt frístunda- og tómstundastarf. Tækifæri og sveigjanleiki er einnig styrkleiki íslenska menntakerfisins því í grunninn er gert ráð fyrir því að ungt fólk þroskist og að áhugasvið þeirra og hæfni geti breyst. Litið er á menntun sem ævilangt ferli, ekki er óalgengt að fólk á öllum aldri sæki sér framhaldsmenntun og skapi sér ný atvinnutækifæri. Síðustu árin hafa miklar stefnubreytingar orðið hjá Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (OECD) sem skipuleggur hið margrædda PISA próf. Stofnunin gaf út nýja menntastefnu árið 2018 þar sem þjóðir eru hvattar til að skipuleggja menntakerfi sem fóstra það sem kalla má „umbreytandi hæfni“ (e. transformative skills) í heimi þar sem gervigreind styður við lausn lífsverkefna okkar (OECD, 2018). Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, menningu og samfélag, og kunna að nýta sér tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Þar að auki þroska með þeim ábyrgðartilfinningu, kenna þeim að ígrunda siðferðilegar áskoranir samtímans og stuðla að virkri þátttöku allra (OECD, 2019). Gæðamat á skólum þarf að taka mið af þessum heildstæðum markmiðum menntunar. Sama gildir um menntarannsóknir sem eru ákaflega fjölbreyttar, bæði í viðfangsefnum og aðferðafræði. Menntakvika fer fram dagana 26. og 27. september Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem menntamálin verða í deiglunni og kynntar nýjustu rannsóknir og þróunarverkefni tengd menntun og þróun skóla- og frístundastarfs. Meðal annars verður fjallað um ímyndunaraflið og nýsköpun í námi, gæði kennslu og læsi, listir og sköpun, farsæld og líðan barna, íþrótta- og tómstundastarf, heilsueflingu og virka þátttöku allra. Auk Háskóla Íslands, þá eru bakhjarlar ráðstefnunnar meðal annars Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, og Þroskaþjálfafélag Íslands. Opnunarmálstofa Menntakviku ber heitið Framtíð menntunar á tímum gervigreindar og fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu fimmtudaginn kl. 13.00. Fjallað verður um hvernig gervigreind er að umbreyta námsumhverfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun. Þá verður einnig spurt hvað sé ábyrg notkun gervigreindar og hvaða mannlegu eiginleika verði að leggja rækt við á tímum örrar tækniþróunar. Á föstudeginum 27. september verða síðan haldin 210 erindi í 55 málstofum. Ég hvet alla áhugasama að nýta tækifærið til að kynna sér nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar, mæta á Menntakviku eða fylgjast með á netinu á www.menntakvika.hi.is. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: OECD. (2018). The future of education and skills: Education 2030: The future we want. https://www.oecd.org/education/2030-project/about/documents/E2030%20Position%20Paper%20(05.04.2018).pdf OECD. (2019). Learning compass 2030. https://www.oecd.org/education/2030-project/ teaching-and-learning/learning/learning-compass-2030/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í skólum landsins endurspeglast styrkleikar jafnt sem veikleikar íslensks samfélags. Það eru blikur á lofti í íslensku menntakerfi, og margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála. Mikilvægt er að greina sóknarfærin, fjalla opinskátt um bæði kosti og galla kerfisins – og gæta þess að henda ekki barninu út með baðvatninu. Það skiptir miklu að stjórnvöld styðjist við rannsóknir á sviði menntavísinda og leiði fræða- og fagsamfélagið saman með markvissum hætti. Menntarannsóknir hafa eflst mjög hér á landi undanfarin ár, og eitt sem einkennir slíkar rannsóknir er að þær eru alla jafna unnar í þéttri samvinnu við fagsamfélagið, stjórnendur, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Hvað er til ráða? Ástæða er til að hafa áhyggjur af hrakandi námsárangri og læsi íslenskra ungmenna. Sé rýnt í PISA skýrslur undanfarinna ára má sjá ákveðið stef í tillögum fræðafólks háskólans sem fjalla um niðurstöður og setja þær í samhengi við íslenskan veruleika. Íslenskan á undir högg að sækja, það þarf að stórefla útgáfu á vönduðu námsefni, nýta fjölbreytta kennsluhætti, byggja upp viðeigandi aðstöðu til náttúrufræðikennslu, fjölga kennurum með sérhæfingu í stærðfræðikennslu og stórauka bókasafnskost grunn- og framhaldsskóla. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þróa nýja gerð samræmds námsmats. Ennfremur er lykilatriði að tryggja markvissa starfsþróun og símenntun kennara. Þá hafa sérfræðingar um árabil bent á að fjölga þurfi fagfólki innan skólanna sem vinna skipulega með vináttutengsl, samskipti og líðan nemenda. Allt þetta nám, formlega og óformlega, leggur grunninn að farsæld barnanna okkar og styrkir grunnstoðir samfélagsins. Hæfni til framtíðar Íslenskt menntakerfi býr yfir mikilvægum styrkleikum, þar á meðal góðu aðgengi að menntun, allt frá leikskóla upp í háskóla. Skapandi greinar, s.s. list- og verkgreinar, eru ennþá skyldugreinar í íslenskum grunnskólum og flest sveitarfélög hafa lagt auknar áherslur á skipulagt frístunda- og tómstundastarf. Tækifæri og sveigjanleiki er einnig styrkleiki íslenska menntakerfisins því í grunninn er gert ráð fyrir því að ungt fólk þroskist og að áhugasvið þeirra og hæfni geti breyst. Litið er á menntun sem ævilangt ferli, ekki er óalgengt að fólk á öllum aldri sæki sér framhaldsmenntun og skapi sér ný atvinnutækifæri. Síðustu árin hafa miklar stefnubreytingar orðið hjá Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (OECD) sem skipuleggur hið margrædda PISA próf. Stofnunin gaf út nýja menntastefnu árið 2018 þar sem þjóðir eru hvattar til að skipuleggja menntakerfi sem fóstra það sem kalla má „umbreytandi hæfni“ (e. transformative skills) í heimi þar sem gervigreind styður við lausn lífsverkefna okkar (OECD, 2018). Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, menningu og samfélag, og kunna að nýta sér tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Þar að auki þroska með þeim ábyrgðartilfinningu, kenna þeim að ígrunda siðferðilegar áskoranir samtímans og stuðla að virkri þátttöku allra (OECD, 2019). Gæðamat á skólum þarf að taka mið af þessum heildstæðum markmiðum menntunar. Sama gildir um menntarannsóknir sem eru ákaflega fjölbreyttar, bæði í viðfangsefnum og aðferðafræði. Menntakvika fer fram dagana 26. og 27. september Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem menntamálin verða í deiglunni og kynntar nýjustu rannsóknir og þróunarverkefni tengd menntun og þróun skóla- og frístundastarfs. Meðal annars verður fjallað um ímyndunaraflið og nýsköpun í námi, gæði kennslu og læsi, listir og sköpun, farsæld og líðan barna, íþrótta- og tómstundastarf, heilsueflingu og virka þátttöku allra. Auk Háskóla Íslands, þá eru bakhjarlar ráðstefnunnar meðal annars Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, og Þroskaþjálfafélag Íslands. Opnunarmálstofa Menntakviku ber heitið Framtíð menntunar á tímum gervigreindar og fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu fimmtudaginn kl. 13.00. Fjallað verður um hvernig gervigreind er að umbreyta námsumhverfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun. Þá verður einnig spurt hvað sé ábyrg notkun gervigreindar og hvaða mannlegu eiginleika verði að leggja rækt við á tímum örrar tækniþróunar. Á föstudeginum 27. september verða síðan haldin 210 erindi í 55 málstofum. Ég hvet alla áhugasama að nýta tækifærið til að kynna sér nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar, mæta á Menntakviku eða fylgjast með á netinu á www.menntakvika.hi.is. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: OECD. (2018). The future of education and skills: Education 2030: The future we want. https://www.oecd.org/education/2030-project/about/documents/E2030%20Position%20Paper%20(05.04.2018).pdf OECD. (2019). Learning compass 2030. https://www.oecd.org/education/2030-project/ teaching-and-learning/learning/learning-compass-2030/
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun