Ætla að tala opinskátt um ofbeldi í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 18:10 Sigurbjörg Erla segir óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg. Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna. „Ofbeldi og vopnaburður meðal barna og ungmenna er samfélagslegt vandamál sem við verðum að taka alvarlega. Það er óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg í frítíma sínum og daglegum athöfnum. Skólar, frístundastarf og félagsmiðstöðvar í Kópavogi munu leggja sitt af mörkum með því að ræða ofbeldi á opinskáan hátt og taka afdráttarlausa afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata. Í kennslu er meðal annars stuðst við myndir sem geta verið kveikja að umræðum. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, teiknaði myndirnar.Mynd/Þórdís Claessen Hún segir að ráðið hafi fjallað um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna á fundi sínum í síðustu viku eftir að hún bað um að það yrði sett á dagskrá. Gengið vel í Reykjavík Upphaflega átti að hefja innleiðingu verkefnisins á næsta skólaári en Sigurbjörg segir þverpólitíska samstöðu um að hefja innleiðinguna fyrr. „Verkefnið, sem hefur gefið góða raun í Reykjavíkurborg, snýst um að gera starfsfólk betur í stakk búið til að tala um og bregðast við ofbeldi ásamt því að efla börn í að fjalla um ofbeldi og taka afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg. Hún segir innleiðinguna meðal annars felast í fræðslu til kennara og annars starfsfólks skóla- og frístunda og skýra verkferla sem snúa að tilkynningum til barnaverndar ásamt því að tryggja að börn viti af þeirri hjálp sem völ er á. Kópavogur Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14 Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
„Ofbeldi og vopnaburður meðal barna og ungmenna er samfélagslegt vandamál sem við verðum að taka alvarlega. Það er óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg í frítíma sínum og daglegum athöfnum. Skólar, frístundastarf og félagsmiðstöðvar í Kópavogi munu leggja sitt af mörkum með því að ræða ofbeldi á opinskáan hátt og taka afdráttarlausa afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata. Í kennslu er meðal annars stuðst við myndir sem geta verið kveikja að umræðum. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, teiknaði myndirnar.Mynd/Þórdís Claessen Hún segir að ráðið hafi fjallað um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna á fundi sínum í síðustu viku eftir að hún bað um að það yrði sett á dagskrá. Gengið vel í Reykjavík Upphaflega átti að hefja innleiðingu verkefnisins á næsta skólaári en Sigurbjörg segir þverpólitíska samstöðu um að hefja innleiðinguna fyrr. „Verkefnið, sem hefur gefið góða raun í Reykjavíkurborg, snýst um að gera starfsfólk betur í stakk búið til að tala um og bregðast við ofbeldi ásamt því að efla börn í að fjalla um ofbeldi og taka afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg. Hún segir innleiðinguna meðal annars felast í fræðslu til kennara og annars starfsfólks skóla- og frístunda og skýra verkferla sem snúa að tilkynningum til barnaverndar ásamt því að tryggja að börn viti af þeirri hjálp sem völ er á.
Kópavogur Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14 Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14
Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30