Ætla að tala opinskátt um ofbeldi í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 18:10 Sigurbjörg Erla segir óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg. Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna. „Ofbeldi og vopnaburður meðal barna og ungmenna er samfélagslegt vandamál sem við verðum að taka alvarlega. Það er óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg í frítíma sínum og daglegum athöfnum. Skólar, frístundastarf og félagsmiðstöðvar í Kópavogi munu leggja sitt af mörkum með því að ræða ofbeldi á opinskáan hátt og taka afdráttarlausa afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata. Í kennslu er meðal annars stuðst við myndir sem geta verið kveikja að umræðum. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, teiknaði myndirnar.Mynd/Þórdís Claessen Hún segir að ráðið hafi fjallað um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna á fundi sínum í síðustu viku eftir að hún bað um að það yrði sett á dagskrá. Gengið vel í Reykjavík Upphaflega átti að hefja innleiðingu verkefnisins á næsta skólaári en Sigurbjörg segir þverpólitíska samstöðu um að hefja innleiðinguna fyrr. „Verkefnið, sem hefur gefið góða raun í Reykjavíkurborg, snýst um að gera starfsfólk betur í stakk búið til að tala um og bregðast við ofbeldi ásamt því að efla börn í að fjalla um ofbeldi og taka afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg. Hún segir innleiðinguna meðal annars felast í fræðslu til kennara og annars starfsfólks skóla- og frístunda og skýra verkferla sem snúa að tilkynningum til barnaverndar ásamt því að tryggja að börn viti af þeirri hjálp sem völ er á. Kópavogur Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14 Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Ofbeldi og vopnaburður meðal barna og ungmenna er samfélagslegt vandamál sem við verðum að taka alvarlega. Það er óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg í frítíma sínum og daglegum athöfnum. Skólar, frístundastarf og félagsmiðstöðvar í Kópavogi munu leggja sitt af mörkum með því að ræða ofbeldi á opinskáan hátt og taka afdráttarlausa afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata. Í kennslu er meðal annars stuðst við myndir sem geta verið kveikja að umræðum. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, teiknaði myndirnar.Mynd/Þórdís Claessen Hún segir að ráðið hafi fjallað um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna á fundi sínum í síðustu viku eftir að hún bað um að það yrði sett á dagskrá. Gengið vel í Reykjavík Upphaflega átti að hefja innleiðingu verkefnisins á næsta skólaári en Sigurbjörg segir þverpólitíska samstöðu um að hefja innleiðinguna fyrr. „Verkefnið, sem hefur gefið góða raun í Reykjavíkurborg, snýst um að gera starfsfólk betur í stakk búið til að tala um og bregðast við ofbeldi ásamt því að efla börn í að fjalla um ofbeldi og taka afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg. Hún segir innleiðinguna meðal annars felast í fræðslu til kennara og annars starfsfólks skóla- og frístunda og skýra verkferla sem snúa að tilkynningum til barnaverndar ásamt því að tryggja að börn viti af þeirri hjálp sem völ er á.
Kópavogur Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14 Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14
Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30