Segist hafa væntingar um meira fé til samgöngumála Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2024 21:11 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Hún vonast til að geta lyft almenningssamgöngum hærra. Sigurjón Ólason Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir nýja samgönguáætlun verða lagða fyrir Alþingi í næsta mánuði og segist hafa væntingar til þess að þingmenn auki framlög til samgönguinnviða við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þá fáheyrðu stöðu sem uppi er í vegamálum að stærri útboð hafa legið niðri í rúmt ár. Endurnýjun Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er meðal þeirra verkefna sem liggja í salti eftir að öll stór útboð hjá Vegagerðinni voru stöðvuð í fyrrahaust. Hornafjarðarfljót hafði sogað til sín allt fjármagn eftir að áform um einkafjármögnun mislukkuðust. Nýr vegur um Hornafjörð átti að greiðast í einkaframkvæmd. Þau áform stóðust ekki.Vegagerðin Þetta var ein ástæða þess að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi treysti sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun síðastliðið vor. En núna boðar innviðaráðherra að áætlunin verði lögð fram í október. „Við erum komin með frekari forsendur þarna inn, samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu, og við vitum betur svona.. - við getum horft inn í kristalskúluna sem er orðin ögn tærari fyrir framtíðina. Og það verður betra,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Vegarkaflinn við fossinn Dynjanda er meðal þeirra sem liggja í salti, sem og kaflinn upp Dynjandisdal og upp á heiðina.Vegagerðin Og hún kemur með sínar áherslur. „Ég hef væntingar líka til þess að við getum líka lyft almenningssamgöngum hærra heldur en við höfum verið að gera. Þannig að þetta verður á áætlun í okóber,“ segir Svandís. Á Vestfjörðum hafa sveitarfélög sem og samtök fyrirtækja lýst óánægju sinni, en auk Dynjandisheiðar hefur lokaáfangi vegagerðar um Gufudalssveit frestast. Á Norðausturlandi má nefna að vegagerð um Brekknaheiði var sett á bið. Brúasmíðin yfir Gufufjörð og Djúpafjörð er meðal þeirra verkefna sem bíða útboðs.Vegagerðin En getur fjármálaráðherra gefið fyrirheit um að stór vegagerðarútboð fari að hefjast á ný? „Við höfum verið að vinna að svona ákveðnum þáttum er lutu að því að þingið gat ekki lokið vinnunni í vor. Höfuðborgarsáttmálinn liggur fyrir. Við erum að vinna að svona öðrum þáttum. Þannig að: Já, ég er mjög bjartsýnn á það að þau útboð geti farið fram sem til stóð að fari fram, þó að þeim hafi seinkað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra var áður innviðaráðherra.Sigurjón Ólason Hann nefnir engar tímasetningar. Úr þessu er þó hverfandi von um að nýjar framkvæmdir hefjist í ár. „Það er reyndar, þau verkefni sem hefðu verið boðin út í sumar hefðu nú kannski ekki farið af fullum krafti fram fyrr en á næsta ári. Þannig að tíminn er auðvitað enn ekki farinn. En það er mikilvægt að menn sjái svona fyrirsjáanleika í útboðunum,“ segir Sigurður Ingi. Innviðaráðherra segir blasa við að samfélagið og þingheimur vilji gera betur. „Og ég hef væntingar til þess að við getum bætt í frá fjárlagafrumvarpinu og fram að næstu umræðu fjárlaga hvað varðar samgönguinnviði. Við einfaldlega þurfum verulega á því að halda,“ segir Svandís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Langanesbyggð Tengdar fréttir „Við erum hundfúl yfir þessu“ Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar var í síðustu viku falið að krefja Vegagerðina svara um stöðu framkvæmda á Dynjandiheiði, en aðeins sjö kílómetra vantar upp á að bundið slitlag verði á heiðinni allri. Svarið sem barst var einfalt; fjármagn skortir og ekkert verður aðhafst í bili. 13. september 2024 17:01 Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. 12. september 2024 20:10 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þá fáheyrðu stöðu sem uppi er í vegamálum að stærri útboð hafa legið niðri í rúmt ár. Endurnýjun Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er meðal þeirra verkefna sem liggja í salti eftir að öll stór útboð hjá Vegagerðinni voru stöðvuð í fyrrahaust. Hornafjarðarfljót hafði sogað til sín allt fjármagn eftir að áform um einkafjármögnun mislukkuðust. Nýr vegur um Hornafjörð átti að greiðast í einkaframkvæmd. Þau áform stóðust ekki.Vegagerðin Þetta var ein ástæða þess að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi treysti sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun síðastliðið vor. En núna boðar innviðaráðherra að áætlunin verði lögð fram í október. „Við erum komin með frekari forsendur þarna inn, samgöngusáttmálann á höfuðborgarsvæðinu, og við vitum betur svona.. - við getum horft inn í kristalskúluna sem er orðin ögn tærari fyrir framtíðina. Og það verður betra,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Vegarkaflinn við fossinn Dynjanda er meðal þeirra sem liggja í salti, sem og kaflinn upp Dynjandisdal og upp á heiðina.Vegagerðin Og hún kemur með sínar áherslur. „Ég hef væntingar líka til þess að við getum líka lyft almenningssamgöngum hærra heldur en við höfum verið að gera. Þannig að þetta verður á áætlun í okóber,“ segir Svandís. Á Vestfjörðum hafa sveitarfélög sem og samtök fyrirtækja lýst óánægju sinni, en auk Dynjandisheiðar hefur lokaáfangi vegagerðar um Gufudalssveit frestast. Á Norðausturlandi má nefna að vegagerð um Brekknaheiði var sett á bið. Brúasmíðin yfir Gufufjörð og Djúpafjörð er meðal þeirra verkefna sem bíða útboðs.Vegagerðin En getur fjármálaráðherra gefið fyrirheit um að stór vegagerðarútboð fari að hefjast á ný? „Við höfum verið að vinna að svona ákveðnum þáttum er lutu að því að þingið gat ekki lokið vinnunni í vor. Höfuðborgarsáttmálinn liggur fyrir. Við erum að vinna að svona öðrum þáttum. Þannig að: Já, ég er mjög bjartsýnn á það að þau útboð geti farið fram sem til stóð að fari fram, þó að þeim hafi seinkað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra var áður innviðaráðherra.Sigurjón Ólason Hann nefnir engar tímasetningar. Úr þessu er þó hverfandi von um að nýjar framkvæmdir hefjist í ár. „Það er reyndar, þau verkefni sem hefðu verið boðin út í sumar hefðu nú kannski ekki farið af fullum krafti fram fyrr en á næsta ári. Þannig að tíminn er auðvitað enn ekki farinn. En það er mikilvægt að menn sjái svona fyrirsjáanleika í útboðunum,“ segir Sigurður Ingi. Innviðaráðherra segir blasa við að samfélagið og þingheimur vilji gera betur. „Og ég hef væntingar til þess að við getum bætt í frá fjárlagafrumvarpinu og fram að næstu umræðu fjárlaga hvað varðar samgönguinnviði. Við einfaldlega þurfum verulega á því að halda,“ segir Svandís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Langanesbyggð Tengdar fréttir „Við erum hundfúl yfir þessu“ Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar var í síðustu viku falið að krefja Vegagerðina svara um stöðu framkvæmda á Dynjandiheiði, en aðeins sjö kílómetra vantar upp á að bundið slitlag verði á heiðinni allri. Svarið sem barst var einfalt; fjármagn skortir og ekkert verður aðhafst í bili. 13. september 2024 17:01 Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. 12. september 2024 20:10 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
„Við erum hundfúl yfir þessu“ Bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar var í síðustu viku falið að krefja Vegagerðina svara um stöðu framkvæmda á Dynjandiheiði, en aðeins sjö kílómetra vantar upp á að bundið slitlag verði á heiðinni allri. Svarið sem barst var einfalt; fjármagn skortir og ekkert verður aðhafst í bili. 13. september 2024 17:01
Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. 12. september 2024 20:10
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36