Nýjustu upplýsingar breyta ekki skoðun verkstjórans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 21:02 Frá Bakkafirði þar sem 55 eru skráðir til heimilis samkvæmt Hagstofu Íslands. Vísir/Vilhelm „Umrætt fólk hefur komið vel fram og stend ég enn þá á þeirri skoðun meðan rannsókn málsins á sér stað að þarna er um góða vini og öflugt starfsfólk að ræða.“ Þetta segir Þórir Örn Jónsson, verkstjóri á Bakkafirði og yfirmaður mannsins sem var handtekinn þar á bæ á mánudaginn, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í dag var greint frá því að pólska parið hafi verið handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu en karlmaðurinn er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna fundust í bænum við aðgerðir sérsveitarinnar og lögreglu á mánudaginn. Tengist honum ekki á neinn hátt Þórir taldi ástæðu handtökunnar vera að bilað skotvopn í hans eigu var í húsnæði parsins. Byssa Þóris hafi verið í húsinu því að hann hafi beðið pólska karlmanninn um að gera við hana fyrir sig. Spurður hvort að það komi honum á óvart að búnaðurinn og fíkniefni hafi fundist í bænum segir Þórir: „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málin hvað varðar fíkniefni, enda tengist það ekki mér á neinn hátt. Skotvopnið sem fannst í húsinu er skotvopnið mitt og var mjög saklaus skýring á því eins og tekið var fram. Bað nágrannann sem er þekktur fyrir að vera handlaginn um aðstoð við að koma fastri byssu í sundur.“ „Stend enn þá á þeirri skoðun“ Þórir hefur búið í þorpinu ásamt fjölskyldu sinni í fimm ár en hyggst nú flytja úr þorpinu til að flýja neikvæðni og eitraða slúðurmenningu. Í gær lýsti Þórir óánægju sinni vegna vinnubragða sérsveitarinnar en honum blöskraði vegna þessa. Hann sagði sérsveitarmennina dónalega og leiðinlega. Spurður hvort að skoðun hans á vinnubrögðum sérsveitarinnar hafi breyst vegna þeirra upplýsinga sem komu fram í dag svarar Þórir því neitandi. „Ég kom mínum skoðunum á framfæri í grein sem var birt í gær. Fjölmiðlar höfðu samband við mig og svaraði ég þeirra spurningum eftir bestu getu, og lýsti óánægju minni á verklagi sérsveitarinnar og stend enn þá á þeirri skoðun.“ Hann segir að lokum að nú sé best að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi og segist ekki vilja tjá sig frekar um málið. Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta segir Þórir Örn Jónsson, verkstjóri á Bakkafirði og yfirmaður mannsins sem var handtekinn þar á bæ á mánudaginn, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í dag var greint frá því að pólska parið hafi verið handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu en karlmaðurinn er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna fundust í bænum við aðgerðir sérsveitarinnar og lögreglu á mánudaginn. Tengist honum ekki á neinn hátt Þórir taldi ástæðu handtökunnar vera að bilað skotvopn í hans eigu var í húsnæði parsins. Byssa Þóris hafi verið í húsinu því að hann hafi beðið pólska karlmanninn um að gera við hana fyrir sig. Spurður hvort að það komi honum á óvart að búnaðurinn og fíkniefni hafi fundist í bænum segir Þórir: „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málin hvað varðar fíkniefni, enda tengist það ekki mér á neinn hátt. Skotvopnið sem fannst í húsinu er skotvopnið mitt og var mjög saklaus skýring á því eins og tekið var fram. Bað nágrannann sem er þekktur fyrir að vera handlaginn um aðstoð við að koma fastri byssu í sundur.“ „Stend enn þá á þeirri skoðun“ Þórir hefur búið í þorpinu ásamt fjölskyldu sinni í fimm ár en hyggst nú flytja úr þorpinu til að flýja neikvæðni og eitraða slúðurmenningu. Í gær lýsti Þórir óánægju sinni vegna vinnubragða sérsveitarinnar en honum blöskraði vegna þessa. Hann sagði sérsveitarmennina dónalega og leiðinlega. Spurður hvort að skoðun hans á vinnubrögðum sérsveitarinnar hafi breyst vegna þeirra upplýsinga sem komu fram í dag svarar Þórir því neitandi. „Ég kom mínum skoðunum á framfæri í grein sem var birt í gær. Fjölmiðlar höfðu samband við mig og svaraði ég þeirra spurningum eftir bestu getu, og lýsti óánægju minni á verklagi sérsveitarinnar og stend enn þá á þeirri skoðun.“ Hann segir að lokum að nú sé best að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi og segist ekki vilja tjá sig frekar um málið.
Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira