Lífið

Prince-dansarinn Cat er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Prince og Cat á tónleikum á Feyenoord Stadion í Rotterdam árið 1988.
Prince og Cat á tónleikum á Feyenoord Stadion í Rotterdam árið 1988. Getty

Bandaríski dansarinn Catherine Vernice Glover frá Chicago, betur þekkt sem Cat, er látin, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli.

Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu dansarans þar sem segir: „Dansaðu með englunum. Við elskum þig.“ Í færslunni segir ekkert um dánarorsökina.

Cat var einn mikilvægasti samstarfsaðili Prince á þeim tíma þar sem frægðarsól hans skein hvað hæst. Hún var dansari og dansöfundur í fjölda tónlistarmyndbanda Prince tengdum plötunum Sign of the Times frá 1987 og Lovesexy frá 1988. Hún dansaði sömuleiðis á sviði á tónlistarferðalögum tónlistarmannsins.

Dansarnir og danshönnunin gerði hana að órjúfanlegum þætti í listaheimi Prince, en hún rappaði einnig í laginu Alphabet St. sem er meðal stæstu smella Prince.

Prince lést árið 2016 vegna ofneyslu fentanýls. Hann varð 57 ára gamall.

Cat lætur eftir sig tvíburadætur og son.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×