Innlent

Fjórar til­kynningar um inn­brot og þjófnaði og þrír hand­teknir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þjófnaðarmálin voru leyst á staðnum.
Þjófnaðarmálin voru leyst á staðnum. Vísir/Vilhelm

Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt í tengslum við innbrot í verslun. Eru þeir grunaðir um að hafa brotið rúðu í versluninni og haft vörur á brott með sér. 

Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Samkvæmt því bárust lögreglu alls fjórar tilkynningar um innbrot eða þjófnaði í verslunum. Í einu tilvikinu var um að ræða innbrot í tvær verslanir en í tveimur var um að ræða þjófnað og mál leyst á vettvangi.

Engar frekari upplýsingar er að finna um málið í yfirlitinu.

Lögregla var einnig kölluð til eftir að ökumaður stakk af í kjölfar umferðaróhapps. Er það mál í rannsókn. Þá var einn stöðvaður í umferðinni undir áhrifum áfengis og vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×