Fjöldi á vinnualdri á hvern eftirlaunaþega mun fara ört lækkandi
 
            Hlutfallsleg aukning mannfjölda á Íslandi undanfarin ár hefur verið gríðarleg, mun meiri en þekkist í flestum öðrum Evrópulöndum, drifin áfram af aðfluttu vinnuafli umfram brottflutta samtímis eftirspurn eftir starfsfólki með uppbyggingu ferðaþjónustunnar og byggingargeirans. Í nýrri lýðfræðigreiningu Stefnis er meðal annars vakin athygli á því að með lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóðarinnar þá sé ljóst að fjöldi fólks á vinnualdri á hvern eftirlaunaþega muni fækka verulega í náinni framtíð.
Tengdar fréttir
 
        Tímamót á fasteignamarkaði
Með því að auka svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta í félögum eða sjóðum sem eiga íbúðarhúsnæði er stuðlað að auknu framboði húsnæðis á leigumarkaði og frekara jafnvægi á fasteignamarkaði. Er það öllum til góðs, hvort sem litið er til leigjenda eða þeirra sem hafa hug á að fjárfesta í eigin húsnæði, segir framkvæmdastjóri Stefnis í aðsendri grein.
 
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        