Innlent

Bana­slys við Fossá

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
kerti

Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureri til aðhlynningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þar segir að bifreiðin hafi lent utan vegar og ofan í ánni. 

Sá sem slasaðist er í stöðugu ástandi að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Birgir gat ekki staðfest hvort að um Íslendinga eða erlenda ferðamenn væri að ræða að svo stöddu.

„Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom á vettvang en rannsókn slyssins er í höndum rannsóknardeildar lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Embættið vill koma á framfæri þökkum til vegfarenda sem veittu aðstoð á slysstað,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Tveir í bílnum sem ók út af

Tveir voru í ökutæki sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa verið kölluð til. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×