Blöskrar framkoma sérsveitar og afskiptasemi nágranna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2024 15:31 Frá Bakkafirði þar sem 55 eru skráðir til heimilis samkvæmt Hagstofu Íslands. Vísir/vilhelm Verkstjóri á Bakkafirði hefur ýmislegt við framkomu sérsveitarmanna að athuga sem komu að handtöku pólsks karlmanns og kærustu hans í þorpinu í gær. Hann segir nokkra svarta sauði í samfélaginu gera það að verkum að fimm manna fjölskyldan ætlar að flytja úr bænum eftir fimm ára dvöl. Afskiptasemi og neikvæðni ráði ríkjum á Bakkafirði. Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir aðstoð sérsveitar við aðgerðir í sjávarþorpinu í Langanesbyggð í gær. Margir ráku upp stór augu þegar almennir lögregluþjónar í bland við sérsveitarmenn blésu til aðgerða. Pólskur karlmaður var handtekinn í fiskvinnslunni og kærasta hans færð í járn í íbúð þeirra. Þeim hefur síðar verið sleppt. Lögregla vill lítið tjá sig um málið. Yfirmaður þess handtekna segir framkomu lögreglu með ólíkindum og kann íbúa á Bakkafirði sem skipti sér af öllu litlar þakkir fyrir. Ruðst inn í fiskvinnslu Mbl.is greindi fyrst frá handtöku mannsins. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, staðfesti við miðilinn að embættið hefði verið í aðgerðum í gær og sérsveitin kölluð til að aðstoða. Ekki væri tímabært að greina frá því um hvað málið snúist. Þórir Örn Jónsson flutti á Bakkafjörð ásamt fjölskyldu sinni fyrir fjórum árum. Hann hefur lyft grettistaki í ferðaþjónustu á svæðinu auk þess að reka fiskvinnslu í firðinum. Hann segir lögreglu og sérsveit hafa ruðst inn í fiskvinnsluna um hádegisbil í gær. „Þeir handtóku hér vaktstjóra fyrir einhverjar ábendingar sem þeir höfðu fengið annars staðar frá,“ segir Þórir Örn. Þá hafi lögregla farið í íbúð mannsins og konu hans. „Konan hans var sett í jörðina og járnuð með hendur fyrir aftan bak með mjög harkalegum hætti,“ segir Þórir Örn og lýsir furðu á hvernig sérsveitarmenn höfðu sig í frammi. Byssa Þóris Arnar hafi verið í viðgerð Sérsveit er yfirleitt ekki kölluð til nema grunur sé um að aðilar séu vopnaðir eða von á miklum átökum. Blaðamaður heyrði spurnir af því að málið tengdist skotvopni sem hefði verið í íbúð parsins. Parið leigir íbúð sína af Þóri Erni sem býr ásamt fjölskyldunni í næsta húsi. „Þetta skotvopn sem er talað um er skotvopnið mitt,“ segir Þórir Örn. Hann eigi skotvopn sem hann geymir í byssuskápum eins og lög og reglur segi til um. Þetta tiltekna skotvopn hafi verið bilað og hann beðið nágranna sinn og starfsmann um aðstoð. Byssan hafi vissulega ekki átt að vera á heimili nágrannans en þar hafi hún verið í viðgerð. Hann lýsir furðu á því hvernig staðið var að málum vegna þessa. Dónalegir og leiðinlegir „Fólk hérna var mjög skelkað,“ segir Þórir Örn um augnablikið þegar ruðst var inn í fiskvinnsluna. „Þetta er ekki algeng sjón í svona litlu þorpi.“ Pólska parið hafi búið hér í fjögur ár og sé algjört fyrirmyndarpar. Hann unnið sig upp í stjórnunarstöðu. Um sé að ræða vinalegt fólk sem vinni ekki bara hjá honum í fiskvinnslunni og leigi af honum hús heldur séu orðin mjög náin fjölskyldunni. Þóri Erni blöskraði hvernig sérsveitarmennirnir komu fram. „Þeir voru dónalegir og leiðinlegir. Þau skilja lítið í ensku og ég var að reyna að útskýra fyrir þeim. Mér var sagt að drulla mér í burtu, samt voru þeir óboðnir inni í minni fiskvinnslu. Þeir voru með mjög langt prik uppi í rassgatinu,“ segir Þórir Örn. Hann tekur fram að almennir lögreglumenn hafi komið vel fram og hann skilji að lögreglumenn þurfi að sinna sinni vinnu. En það sé ekki sama hvernig komið sé fram. Þarna hafi vantað alla mennsku. Mætti sýna smá mennsku Parinu var sleppt að loknum yfirheyrslum nokkruk klukkustundum síðar í gær. Þau mættu bæði til vinnu í dag. „Þau mættu bæði og ég ræddi mikið við þau. Þau upplifa sjokk og vanlíðan. Sérstaklega kærastan,“ segir Þórir Örn. Hún hafi verið að ganga út af baðherberginu og á leiðinni til læknis vegna magaverkjar þegar sérsveitamaður hafi tekið hana í gólfið. „Hún reyndi að segja þeim að hún væri á leiðinni til læknis en þeim var skítsama,“ segir Þórir Örn. Hann segir fleirum í þorpinu hafa blöskrað hve hart sérsveitin gekk fram. Þeir hafi líklega verið fjórir auk leitarhunds. Auk þess hafi líklega fjórir almennir lögreglumenn verið á svæðinu. „Þeir almennu voru mjög almennilegir og fínir. En sérsveitarmennirnir ættu að huga að sínum vinnubrögðum. Ég hef fengið fleiri sögur af sérsveitarmönnum að hegða sér eins og fíl. Já, það þarf að handtaka en það þarf ekki dónaskap eða hroka við alla í kringum. Það má sýna smá mennsku við svona framkvæmdir í staðinn fyrir að setja hálft samfélagið í sjokk hérna.“ Hringt í lögreglu út af litlu sem engu Þórir Örn segir að lögregla hafi gripið til aðgerða vegna ábendingar frá íbúa á svæðinu. „Það er þannig í svona litlu samfélagi að það eru gamlir fýlupúkar sem þurfi að skipta sér af öllu.“ Virðist þá engu skipta hvort um sé að ræða lausan hund eða skotvopn í viðgerð. „Það benda allar örvarnar í sömu átt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sá aðili hringir í lögreglu fyrir minniháttaratriði,“ segir Þórir Örn. „Því miður eru svartir sauðir sem ná að skemma svona samfélag ansi hratt með þessari hegðun.“ Búin að fá nóg Þórir Örn segist óviss hvaða eftirmálar verða af málinu. Þetta sé hins vegar kornið sem fylli mælinn sem íbúi í þorpinu. Sumarið 2023 var Þórir Örn í viðtali hjá Morgunblaðinu þar sem fjallað var um hvernig fjölskyldan hefði stimplað sig inn í þorpið sem það hafði engar tengingu við. Flutninga á Bakkafjörð eftir helgarheimsókn. Þórir og fjölskylda sinna nú ferðaþjónstu með rekstri gistiheimilis og tjaldsvæðis auk þess að reka fiskvinnslu. Í viðtalinu talaði Þórir Örn um Bakkafjörð sem týnda perlu. Hún virðist þó hafa sína dökku hlið. „Afskiptasemi og neikvæðni toppar allt hérna. Við erum að flytja héðan út af samfélaginu,“ segir Þórir Örn. Það sé alveg sama hvað fjölskyldan reyni. Það sé enga vini að eignast. „Þetta er neikvæðasta og afskiptasamasta samfélag sem ég hef kynnst, á þessum fimm árum hér. Ég er að yfirgefa samfélagið út af fólkinu hérna,“ segir Þórir Örn. Þau hjónin eiga tvo unga syni og von á dóttur í október. „Hér höfum við tekið þátt í að byggja upp brothætta byggð. Lagt í það blóð svita og tár,“ segir Þórir Örn. Vissulega séu ekki allir svartir sauðir á Bakkafirði. Alls ekki. „En í fimmtíu manna samfélagi er nóg að séu tíu.“ Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir aðstoð sérsveitar við aðgerðir í sjávarþorpinu í Langanesbyggð í gær. Margir ráku upp stór augu þegar almennir lögregluþjónar í bland við sérsveitarmenn blésu til aðgerða. Pólskur karlmaður var handtekinn í fiskvinnslunni og kærasta hans færð í járn í íbúð þeirra. Þeim hefur síðar verið sleppt. Lögregla vill lítið tjá sig um málið. Yfirmaður þess handtekna segir framkomu lögreglu með ólíkindum og kann íbúa á Bakkafirði sem skipti sér af öllu litlar þakkir fyrir. Ruðst inn í fiskvinnslu Mbl.is greindi fyrst frá handtöku mannsins. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, staðfesti við miðilinn að embættið hefði verið í aðgerðum í gær og sérsveitin kölluð til að aðstoða. Ekki væri tímabært að greina frá því um hvað málið snúist. Þórir Örn Jónsson flutti á Bakkafjörð ásamt fjölskyldu sinni fyrir fjórum árum. Hann hefur lyft grettistaki í ferðaþjónustu á svæðinu auk þess að reka fiskvinnslu í firðinum. Hann segir lögreglu og sérsveit hafa ruðst inn í fiskvinnsluna um hádegisbil í gær. „Þeir handtóku hér vaktstjóra fyrir einhverjar ábendingar sem þeir höfðu fengið annars staðar frá,“ segir Þórir Örn. Þá hafi lögregla farið í íbúð mannsins og konu hans. „Konan hans var sett í jörðina og járnuð með hendur fyrir aftan bak með mjög harkalegum hætti,“ segir Þórir Örn og lýsir furðu á hvernig sérsveitarmenn höfðu sig í frammi. Byssa Þóris Arnar hafi verið í viðgerð Sérsveit er yfirleitt ekki kölluð til nema grunur sé um að aðilar séu vopnaðir eða von á miklum átökum. Blaðamaður heyrði spurnir af því að málið tengdist skotvopni sem hefði verið í íbúð parsins. Parið leigir íbúð sína af Þóri Erni sem býr ásamt fjölskyldunni í næsta húsi. „Þetta skotvopn sem er talað um er skotvopnið mitt,“ segir Þórir Örn. Hann eigi skotvopn sem hann geymir í byssuskápum eins og lög og reglur segi til um. Þetta tiltekna skotvopn hafi verið bilað og hann beðið nágranna sinn og starfsmann um aðstoð. Byssan hafi vissulega ekki átt að vera á heimili nágrannans en þar hafi hún verið í viðgerð. Hann lýsir furðu á því hvernig staðið var að málum vegna þessa. Dónalegir og leiðinlegir „Fólk hérna var mjög skelkað,“ segir Þórir Örn um augnablikið þegar ruðst var inn í fiskvinnsluna. „Þetta er ekki algeng sjón í svona litlu þorpi.“ Pólska parið hafi búið hér í fjögur ár og sé algjört fyrirmyndarpar. Hann unnið sig upp í stjórnunarstöðu. Um sé að ræða vinalegt fólk sem vinni ekki bara hjá honum í fiskvinnslunni og leigi af honum hús heldur séu orðin mjög náin fjölskyldunni. Þóri Erni blöskraði hvernig sérsveitarmennirnir komu fram. „Þeir voru dónalegir og leiðinlegir. Þau skilja lítið í ensku og ég var að reyna að útskýra fyrir þeim. Mér var sagt að drulla mér í burtu, samt voru þeir óboðnir inni í minni fiskvinnslu. Þeir voru með mjög langt prik uppi í rassgatinu,“ segir Þórir Örn. Hann tekur fram að almennir lögreglumenn hafi komið vel fram og hann skilji að lögreglumenn þurfi að sinna sinni vinnu. En það sé ekki sama hvernig komið sé fram. Þarna hafi vantað alla mennsku. Mætti sýna smá mennsku Parinu var sleppt að loknum yfirheyrslum nokkruk klukkustundum síðar í gær. Þau mættu bæði til vinnu í dag. „Þau mættu bæði og ég ræddi mikið við þau. Þau upplifa sjokk og vanlíðan. Sérstaklega kærastan,“ segir Þórir Örn. Hún hafi verið að ganga út af baðherberginu og á leiðinni til læknis vegna magaverkjar þegar sérsveitamaður hafi tekið hana í gólfið. „Hún reyndi að segja þeim að hún væri á leiðinni til læknis en þeim var skítsama,“ segir Þórir Örn. Hann segir fleirum í þorpinu hafa blöskrað hve hart sérsveitin gekk fram. Þeir hafi líklega verið fjórir auk leitarhunds. Auk þess hafi líklega fjórir almennir lögreglumenn verið á svæðinu. „Þeir almennu voru mjög almennilegir og fínir. En sérsveitarmennirnir ættu að huga að sínum vinnubrögðum. Ég hef fengið fleiri sögur af sérsveitarmönnum að hegða sér eins og fíl. Já, það þarf að handtaka en það þarf ekki dónaskap eða hroka við alla í kringum. Það má sýna smá mennsku við svona framkvæmdir í staðinn fyrir að setja hálft samfélagið í sjokk hérna.“ Hringt í lögreglu út af litlu sem engu Þórir Örn segir að lögregla hafi gripið til aðgerða vegna ábendingar frá íbúa á svæðinu. „Það er þannig í svona litlu samfélagi að það eru gamlir fýlupúkar sem þurfi að skipta sér af öllu.“ Virðist þá engu skipta hvort um sé að ræða lausan hund eða skotvopn í viðgerð. „Það benda allar örvarnar í sömu átt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sá aðili hringir í lögreglu fyrir minniháttaratriði,“ segir Þórir Örn. „Því miður eru svartir sauðir sem ná að skemma svona samfélag ansi hratt með þessari hegðun.“ Búin að fá nóg Þórir Örn segist óviss hvaða eftirmálar verða af málinu. Þetta sé hins vegar kornið sem fylli mælinn sem íbúi í þorpinu. Sumarið 2023 var Þórir Örn í viðtali hjá Morgunblaðinu þar sem fjallað var um hvernig fjölskyldan hefði stimplað sig inn í þorpið sem það hafði engar tengingu við. Flutninga á Bakkafjörð eftir helgarheimsókn. Þórir og fjölskylda sinna nú ferðaþjónstu með rekstri gistiheimilis og tjaldsvæðis auk þess að reka fiskvinnslu. Í viðtalinu talaði Þórir Örn um Bakkafjörð sem týnda perlu. Hún virðist þó hafa sína dökku hlið. „Afskiptasemi og neikvæðni toppar allt hérna. Við erum að flytja héðan út af samfélaginu,“ segir Þórir Örn. Það sé alveg sama hvað fjölskyldan reyni. Það sé enga vini að eignast. „Þetta er neikvæðasta og afskiptasamasta samfélag sem ég hef kynnst, á þessum fimm árum hér. Ég er að yfirgefa samfélagið út af fólkinu hérna,“ segir Þórir Örn. Þau hjónin eiga tvo unga syni og von á dóttur í október. „Hér höfum við tekið þátt í að byggja upp brothætta byggð. Lagt í það blóð svita og tár,“ segir Þórir Örn. Vissulega séu ekki allir svartir sauðir á Bakkafirði. Alls ekki. „En í fimmtíu manna samfélagi er nóg að séu tíu.“
Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent