Skutu viðvörunarskotum að norsku skipi í norskri lögsögu Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 10:46 Levtsjenkó aðmíráll er rússneskur tundurspillir. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Norskir sjómenn segja að áhöfn rússneska tundurspillisins Levtsjenkó aðmíráll, hafi skotið viðvörunarskoti að línubát þeirra fyrr í þessum mánuði. Þeir segja enn fremur að það hafi verið gert í norskri lögsögu í Barentshafi. Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til. Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til.
Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13
Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02