Svandís gefur kost á sér og vill kosningar í vor Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 24. september 2024 10:26 Svandís tilkynnti ákvörðun sína að loknum ríkisstjórnarfundi á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannssæti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Núverandi formaður hefur þegar tilkynnt að hann taki ekki slaginn við Svandísi. Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira