Ísland: Landið sem unga fólkið flýr Einar Jóhannes Guðnason skrifar 23. september 2024 11:30 Að flytja heim til Íslands var versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið. Við konan fluttum heim í ársbyrjun 2023 þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Í Kaupmannahöfn var lífið ljúft og þægilegt, það blundar þó alltaf í manni einhver heimþrá og sáum við tækifæri að flytja heim svo sonur okkar gæti alist upp í kringum fjölskyldu. Síðan við fluttum heim er raunveruleikinn annar en við vorum vön í Danmörku. Við höfum aldrei haft minna á milli handanna, aldrei séð höfuðstól lána lækka jafn hægt, aldrei átt jafn lítið sparifé, aldrei þurft að leyfa okkur jafn lítið. Orðið „mánaðamót“ hafði aldrei dúkkað upp áður í okkar samtölum en er nú mest notaða orðið á heimilinu. Þetta er óviðunandi ástand og áhrifin sem það hefur á unga fólkið í landinu okkar eru skelfileg. Ég hef átt allt of mörg samtöl undanfarna mánuði þar sem ungt fólk á besta aldri segir mér að þau sjái enga framtíð á Íslandi, séu bara að safna sér pening til að geta flutt úr landi og ætla aldrei að koma aftur. Á örskömmum tíma hætti Ísland að vera „stórasta land í heimi“ sem allir voru stoltir af og leið vel á. Í dag er Ísland orðið landið sem unga fólkið flýr. Sem nýbakaður faðir er erfitt að horfa uppá þessa þróun. Það vill enginn að barnið sitt upplifi þennan kalda raunveruleika sem blasir við ungu fólki, þar sem vonleysi fyrir framtíðinni ræður ríkjum. Eftir að hafa upplifað þetta sjálfur í nokkra mánuði rann upp fyrir mér að ég þyrfti að taka ákvörðun: Annaðhvort flytjum við aftur til Danmerkur eða ég reyni að stuðla að breytingum með beinum hætti. Ég valdi að taka ábyrgð á framtíð Íslands, að byggja upp betra samfélag fyrir komandi kynslóðir og tek nú þátt í stofnun Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Við ætlum að berjast fyrir því að Ísland verði samfélag þar sem börnin okkar fá tækifæri til að blómstra, þar sem ákvarðanir eru teknar á grundvelli staðreynda og langtímahugsunar. Þar sem skynsemishyggja ræður för. Pólitík hefur verið allt of fjarlæg ungu fólki og það er tími til að breyta því. Pólitík snertir okkur öll og viljum við því hvetja alla á aldrinum 15 til 35 ára sem er annt um framtíð Íslands og vilja hafa jákvæð áhrif til að taka þátt í þessari baráttu með okkur. Við í Freyfaxa munum halda nýliðakvöld þann 28. september kl. 20:00 í höfuðstöðvum Miðflokksins í Hamraborg 1. Þetta er tækifæri þitt til að vera hluti af breytingunum sem Ísland þarf á að halda. Tökum höndum saman og byggjum betra Ísland fyrir okkur og börnin okkar – framtíðin bíður ekki. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að flytja heim til Íslands var versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið. Við konan fluttum heim í ársbyrjun 2023 þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Í Kaupmannahöfn var lífið ljúft og þægilegt, það blundar þó alltaf í manni einhver heimþrá og sáum við tækifæri að flytja heim svo sonur okkar gæti alist upp í kringum fjölskyldu. Síðan við fluttum heim er raunveruleikinn annar en við vorum vön í Danmörku. Við höfum aldrei haft minna á milli handanna, aldrei séð höfuðstól lána lækka jafn hægt, aldrei átt jafn lítið sparifé, aldrei þurft að leyfa okkur jafn lítið. Orðið „mánaðamót“ hafði aldrei dúkkað upp áður í okkar samtölum en er nú mest notaða orðið á heimilinu. Þetta er óviðunandi ástand og áhrifin sem það hefur á unga fólkið í landinu okkar eru skelfileg. Ég hef átt allt of mörg samtöl undanfarna mánuði þar sem ungt fólk á besta aldri segir mér að þau sjái enga framtíð á Íslandi, séu bara að safna sér pening til að geta flutt úr landi og ætla aldrei að koma aftur. Á örskömmum tíma hætti Ísland að vera „stórasta land í heimi“ sem allir voru stoltir af og leið vel á. Í dag er Ísland orðið landið sem unga fólkið flýr. Sem nýbakaður faðir er erfitt að horfa uppá þessa þróun. Það vill enginn að barnið sitt upplifi þennan kalda raunveruleika sem blasir við ungu fólki, þar sem vonleysi fyrir framtíðinni ræður ríkjum. Eftir að hafa upplifað þetta sjálfur í nokkra mánuði rann upp fyrir mér að ég þyrfti að taka ákvörðun: Annaðhvort flytjum við aftur til Danmerkur eða ég reyni að stuðla að breytingum með beinum hætti. Ég valdi að taka ábyrgð á framtíð Íslands, að byggja upp betra samfélag fyrir komandi kynslóðir og tek nú þátt í stofnun Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Við ætlum að berjast fyrir því að Ísland verði samfélag þar sem börnin okkar fá tækifæri til að blómstra, þar sem ákvarðanir eru teknar á grundvelli staðreynda og langtímahugsunar. Þar sem skynsemishyggja ræður för. Pólitík hefur verið allt of fjarlæg ungu fólki og það er tími til að breyta því. Pólitík snertir okkur öll og viljum við því hvetja alla á aldrinum 15 til 35 ára sem er annt um framtíð Íslands og vilja hafa jákvæð áhrif til að taka þátt í þessari baráttu með okkur. Við í Freyfaxa munum halda nýliðakvöld þann 28. september kl. 20:00 í höfuðstöðvum Miðflokksins í Hamraborg 1. Þetta er tækifæri þitt til að vera hluti af breytingunum sem Ísland þarf á að halda. Tökum höndum saman og byggjum betra Ísland fyrir okkur og börnin okkar – framtíðin bíður ekki. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun