Innlent

Bjarni fundaði með Guterres

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Skrifstofa aðalritara Sameinuðu þjóðanna

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hitti í dag Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í tengslum við Leiðtogafund um framtíðina sem stendur yfir í New York.

Í tilkynningu frá talsmanni Guterres kemur fram að þeir hafi rætt um hlutverk Íslands við að styðja fjölþjóðleg samskipti, stríðið í Úkraínu og ástandið í Mið-Austurlöndum.

Á Leiðtogafundi um framtíðina samþykktu aðildarríki svokallaðan Sáttmála framtíðarinnar. Honum er ætlað að laga alþjóðlega samvinnu að kröfum samtímans.

Bjarni Benediktsson ávarpar fundinn síðdegis í dag.

Á Leiðtogafundi um framtíðina koma oddvitar aðildarríkja Sameinuðu þjóðana saman á vettvangi Allsherjarþingsins í dag og á morgun með það að markmiði að samþykkja þennan Sáttmála framtíðarinnar ásamt samningi um stafræna tækni og hina svokölluðu Yfirlýsingu fyrir kynslóðir framtíðarinnar.

Viðburðurinn stendur saman af málþingum og allsherjarfundum um fimm höfuðmálefni að því er fram kemur á heimasíðu upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Þau eru sjálfbær þróun og fjármögnun, friður og öryggi, stafræn framtíð fyrir alla, æskan og kynslóðir framtíðarinnar og alheimsstjórnunarhættir. 

Niðurstöður þessara málþinga og allsherjarfunda verða svo teknar saman í téðu Samkomulagi framtíðarinnar, Stafrænum alheimssamningi og Yfirlýsingu fyrir kynslóðir framtíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×