„Höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 17:06 Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari Keflvíkinga. vísir/diego Keflavík tók á móti ÍR í seinni leik liðana í undanúrslitum umspilsins fyrir Bestu deildina í dag. Það var ÍR sem hafði betur með þremur mörkum gegn tveim en það kom ekki að sök þar sem Keflavík vann einvígið með sex mörkum gegn fjórum. „Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“ Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
„Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“
Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira