„Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2024 15:00 Ragnhildur fór fimmtán hringi, rúmlega 100,5 kílómetra, í ár alveg eins og í fyrra. Það hlýtur að teljast bæting í ljósi þess að hún var með blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana. Ragnhildur Sóphusdóttir fór 100,5 kílómetra í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk í gær og ekki nóg með það heldur glímdi hún við blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana. Ragnhildur hafði tvisvar áður tekið þátt í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa fyrir hlaupið í gær og farið átta og fimmtán hringi. Í fyrra hafi hún verið svekkt að komast ekki lengra en fimmtán hringi af því það hætta svo margir eftir hundrað kílómetra. „Eftir bara tvo til þrjá hringi í viðbót er maður kominn miklu ofar. Strax eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að fara næst sextán til átján hringi og jafnvel lengra,“ sagði Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Stöðugur sprengur og miklir verkir Allt leit vel út í upphafi dags í gær, hún var ekki með neina verki og gekk vel að næra sig. „Svo byrjaði þetta vesen um hádegið og var alveg svakalega vont,“ segir hún. Þú vissir strax að þetta væri blöðrubólga? „Ég vissi það alveg strax.“ Ragnhildur hljóp með vinkonu sinni Ásdísi Björgu Pálmadóttur og sagði henni strax að hún væri að drepast. Í kjölfarið hafi verið farið í að redda henni bæði sýklalyfjum og íbúfen. „Svo leið þetta og versnaði bara og versnaði,“ segir hún. En það eru ekki bara verkir heldur er maður í stöðugum spreng er það ekki? „Það er alltaf eins og þú hafir ekki pissað í fimm tíma,“ segir Ragnhildur og bætir við „Eftir klukkan 19 fóru allar pásurnar í að díla við þetta og ég hafði ekki tíma til að borða eða drekka.“ „Ég bara geri þetta næst“ „Ég ætlaði lengra en 100 og líkamlega hefði ég getað það, ef ekki hefði verið fyrir blöðrubólguna. Ég var orðin það verkjuð að ég þurfti að anda inn og út í hverju skrefi og sýklalyfin virkuðu ekki, örugglega af því ég var ekki í hvíld.“ „Ég hringdi í manninn minn og sagði: ,Þú mátt ganga frá‘. Hann sagði: ‚Nei nei, ætlarðu ekki að halda áfram, þú varst búin að ákveða að fara lengra‘. Þá sagði ég: ‚Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt. Ég bara geri þetta næst‘,“ segir Ragnhildur og bætir við „Svo er ég voðalega svekkt í dag.“ Eftir hlaupið kom maður að máli við Ragnhildi og hvatt hana til að taka átján hringi næst. Hún hafi samþykkt það boð þó móðir hennar hafi bannað henni að fara aftur. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23 Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Sjá meira
Ragnhildur hafði tvisvar áður tekið þátt í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa fyrir hlaupið í gær og farið átta og fimmtán hringi. Í fyrra hafi hún verið svekkt að komast ekki lengra en fimmtán hringi af því það hætta svo margir eftir hundrað kílómetra. „Eftir bara tvo til þrjá hringi í viðbót er maður kominn miklu ofar. Strax eftir hlaupið í fyrra ákvað ég að fara næst sextán til átján hringi og jafnvel lengra,“ sagði Ragnhildur í samtali við fréttastofu. Stöðugur sprengur og miklir verkir Allt leit vel út í upphafi dags í gær, hún var ekki með neina verki og gekk vel að næra sig. „Svo byrjaði þetta vesen um hádegið og var alveg svakalega vont,“ segir hún. Þú vissir strax að þetta væri blöðrubólga? „Ég vissi það alveg strax.“ Ragnhildur hljóp með vinkonu sinni Ásdísi Björgu Pálmadóttur og sagði henni strax að hún væri að drepast. Í kjölfarið hafi verið farið í að redda henni bæði sýklalyfjum og íbúfen. „Svo leið þetta og versnaði bara og versnaði,“ segir hún. En það eru ekki bara verkir heldur er maður í stöðugum spreng er það ekki? „Það er alltaf eins og þú hafir ekki pissað í fimm tíma,“ segir Ragnhildur og bætir við „Eftir klukkan 19 fóru allar pásurnar í að díla við þetta og ég hafði ekki tíma til að borða eða drekka.“ „Ég bara geri þetta næst“ „Ég ætlaði lengra en 100 og líkamlega hefði ég getað það, ef ekki hefði verið fyrir blöðrubólguna. Ég var orðin það verkjuð að ég þurfti að anda inn og út í hverju skrefi og sýklalyfin virkuðu ekki, örugglega af því ég var ekki í hvíld.“ „Ég hringdi í manninn minn og sagði: ,Þú mátt ganga frá‘. Hann sagði: ‚Nei nei, ætlarðu ekki að halda áfram, þú varst búin að ákveða að fara lengra‘. Þá sagði ég: ‚Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt. Ég bara geri þetta næst‘,“ segir Ragnhildur og bætir við „Svo er ég voðalega svekkt í dag.“ Eftir hlaupið kom maður að máli við Ragnhildi og hvatt hana til að taka átján hringi næst. Hún hafi samþykkt það boð þó móðir hennar hafi bannað henni að fara aftur.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23 Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Sjá meira
Myndasyrpa úr Bakgarðshlaupinu Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25. 22. september 2024 09:23
Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan. 21. september 2024 07:33