Grímulaus grænþvottur Dofri Hermannsson skrifar 21. september 2024 13:30 SA keyptu sér skoðanakönnun. Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Að sögn, var hugtakið „græn orkuframleiðsla“ notað að aðgreina virkjun umhverfisvænna og endurnýjanlegra orkuauðlinda frá raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis. Enginn stefnir að aukinni raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis. Það vita SA vel. Að hið illa skilgreinda hugtak „græn orkuframleiðsla“ sé til aðgreiningar er því ósatt. Grímulaus grænþvottur. „Harmleikur almenninga“ er betur skilgreint hugtak. Sú staða þegar aðilar með aðgang að almenningum (t.d. útsýni almennings, lífríki hafsins og víðernum landsins) valda tjóni á þeim með nýtingu í eigin þágu. Til að hindra þetta höfum við lög og reglur. T.d. Rammaáætlun. Það fellur SA ekki vel. Vilja hafa frelsi til athafna í almenningum. Móta þarf stefnu um vindorku. Og um laxeldi. Vatnsnotkun. Einkavæðingu auðlinda og almannarýmisins. Þessa vinnu þarf að vanda. Það má taka tíma. Látum ekki orkufrekjur hræða okkur með orkuskorti. Vanti orku til orkuskipta mætti semja um lokun álversins í Straumsvík.Látum ekki blekkjast af grænþvotti. Gerum kröfu um fagleg vinnubrögð þegar fjöregg þjóðarinnar eru undir. Höfundur er MSc í hagvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
SA keyptu sér skoðanakönnun. Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Að sögn, var hugtakið „græn orkuframleiðsla“ notað að aðgreina virkjun umhverfisvænna og endurnýjanlegra orkuauðlinda frá raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis. Enginn stefnir að aukinni raforkuframleiðslu með bruna jarðefnaeldsneytis. Það vita SA vel. Að hið illa skilgreinda hugtak „græn orkuframleiðsla“ sé til aðgreiningar er því ósatt. Grímulaus grænþvottur. „Harmleikur almenninga“ er betur skilgreint hugtak. Sú staða þegar aðilar með aðgang að almenningum (t.d. útsýni almennings, lífríki hafsins og víðernum landsins) valda tjóni á þeim með nýtingu í eigin þágu. Til að hindra þetta höfum við lög og reglur. T.d. Rammaáætlun. Það fellur SA ekki vel. Vilja hafa frelsi til athafna í almenningum. Móta þarf stefnu um vindorku. Og um laxeldi. Vatnsnotkun. Einkavæðingu auðlinda og almannarýmisins. Þessa vinnu þarf að vanda. Það má taka tíma. Látum ekki orkufrekjur hræða okkur með orkuskorti. Vanti orku til orkuskipta mætti semja um lokun álversins í Straumsvík.Látum ekki blekkjast af grænþvotti. Gerum kröfu um fagleg vinnubrögð þegar fjöregg þjóðarinnar eru undir. Höfundur er MSc í hagvísindum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar