Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 13:58 Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár. Landsvirkjun Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“ Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sjá meira
Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“
Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Sjá meira