Boða til kyrrðarstundar því íslenskt samfélag standi á krossgötum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2024 12:04 Kyrrðarstundin hefst klukkan sex. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag stendur á krossgötum og það er óhjákvæmilegt að leita inn á við. Þetta segir séra Elínborg Sturludóttir. Starfsfólk dómkirkjunnar hefur boðað til kyrrðar- og bænastundar vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir samfélagið að síðustu. Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira