„Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 21:33 Sigmundur segir hafa verið furðulegt að fylgjast með ríkisstjórninni athafna sig í máli Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Vísir/Arnar Formaður Miðflokksins segir miður að Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, hafi orðið að bitbeini í pólistíkum deilum ráðherra í ríkisstjórninni. Hann telur hagsmuni hans hafa verið hafða að leiðarljósi við meðferð máls hans í stjórnkerfinu og furðar sig á misvísandi fullyrðingum ráðherra um hvort eðlileg stjórnsýsla hafi verið viðhöfð í málinu. „Það sem mér finnst aðalmálið í þessu öllu er hversu afleitt það er að veikt barn skuli hafa verið gert að leiksoppi í innbyrðisdeilum ríkisstjórnarinnar. Það er búið að vera furðulegt að fylgjast með því,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um málið. Yazan Tamimi og fjölskylda hans voru aðfaranótt mánudags af fylgdar- og heimferðadeild Ríkislögreglustjóra flutt til Keflavíkur. Þaðan átti að fljúga fjölskyldunni til Spánar, þar sem hún hafði fengið vegabréfsáritun við komuna til Evrópu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ákvað svo snemma morguns á mánudag að fyrirskipa frestun brottflutningsins að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Í kjölfarið sagðist Guðmundur ekki hafa hótað stjórnarslitum vegna málsins, en vildi ekki gefa upp um hvort málið gæti leitt til slita. Ráðherrar ósammála um réttmæti inngrips „Atburðarásin er öll hin sérstakasta. Þarna um nóttina fer allt af stað og dómsmálaráðherrann ákveður að stíga inn í, en segist síðan sjálfur ekki hafa framkvæmt eðlilega stjórnsýslu,“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til orða Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í Silfrinu á mánudag, um að ekki hafi verið um eðlilega stjórnsýslu að ræða. Hún hafi í raun ekki lagalega heimild til að stíga inn í mál sem þetta. „Svo eru aðrir ráðherrar ósammála ráðherranum um það,“ segir Sigmundur, en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sagðist telja um eðlilega stjórnsýslu að ræða. Síðan hætt var við brottflutninginn hafa bæði Guðrún og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagt að ákvörðun um brottvísun Yazans og fjölskyldu standi. Nú er þó orðið ljóst að ekki verður af brottflutningnum fyrir laugardag, og því öðlast fjölskyldan rétt á efnislegri meðferð máls síns. „Einhver þurfti að tapa í þessum pólitíska slag sem búið var að búa til. Eins og kannski mátti vænta hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað málinu, því nú er komið fram að niðurstaðan standi ekki. Kannski vissu menn það. Allavega held ég að VG hafi vitað það. Þá er spurning hvort hinir hafi látið plata sig eða látið eins og þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að þarna væri tíminn að renna út til að Spánverjar tækju á móti fjölskyldunni,“ segir Sigmundur. Hann bætir við að lengi hafi legið fyrir sú niðurstaða í máli fjölskyldunnar, að vísa ætti henni til Spánar. „Henni er framfylgt af þeim sem hafa það hlutverk, lögreglu og öðrum. Það er ekki öfundsvert hlutverk, en það er að framfylgja lögunum. Þá er þessu öllu snúið við á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Veltir hagsmunum Yazans fyrir sér „Ég held að það hafi vantað töluvert upp á umfjöllun um málið í aðdragandum, því að þegar maður skoðar úrskurðina þá virðist meginmarkmiðið hafa verið að huga að hagsmunum barnsins. Eins og Sigríður Andersen benti á og fór yfir var búið að ganga úr skugga um það að spænsk stjórnvöld myndu taka á móti fjölskyldunni og myndu tryggja viðeigandi heilbrigðisaðstoð,“ segir Sigmundur. Í úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli fjölskyldunnar kemur fram að spænsk stjórnvöld hafi viðurkennt skyldu sína til að taka við fjölskyldunni, auk þess sem nefndin hefði farið yfir aðstæður á Spáni og komist að þeirri niðurstöðu að þar gæti Yazan fengið fullnægjandi heilbrigðisaðstoð. „Spánn væri eitt þeirra landa í heiminum sem væru fremst á sviði rannsókna og meðferðar við þessum sjúkdómi, og sérstaklega að í Barcelona væri barnasjúkrahús sem væri einna fremst í heimi í meðferð við þessum sjúkdómi. Það er einmitt sú borg sem til stóð að fjölskyldan færi til,“ segir Sigmundur. „Maður veltir því fyrir sér hvort hagsmunir barnsins hafi verið aðalatriðið í þessum farsa öllum.“ Málið skapi fordæmi, óháð orðum ráðherra Sigmundur segir þá ljóst að þrátt fyrir orð Guðmundar Inga, um að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað, hljóti eitthvað að hafa verið notað til að þrýsta á dómsmálaráðherra í málinu. „Ráðherrar þræta fyrir að þarna hafi stjórnarslitum verið hótað, en um leið segir dómsmálaráðherrann að hún hafi tekið þessa ákvörðun, sem hún segist telja ranga, sér þvert um geð. Hún hefur ekki tekið þessa ákvörðun af annarri ástæðu en að hún hafi talið sig knúna til þess. Þá er ein spurning eftir sem er ósvarað: Var það félagsmálaráðherrann sem knúði hana til þess beint? Eða var búið að beita Sjálfstæðisflokkinn þrýstingi sem svo fær dómsmálaráðherrann sinn til þess að gera það sem hún segist ekki hafa viljað gera?“ Sigmundur segist telja að þrátt fyrir að ráðherrar vilji meina að málið skapi ekki fordæmi, sé næsta sambærilega mál handan við hornið. „Menn geta reynt að færa rök fyrir því að þetta skapi ekki lagalegt fordæmi, en augljóslega skapar þetta fordæmi því aðrir munu vilja sömu meðferð. Eftir að hafa farið í gegnum allt kerfið, og ef það dugar ekki, þá munu þeir vilja fá málið rætt á ríkisstjórnarfundi. Það verða ekki bara svona mál, heldur alls konar mál þar sem verður látið reyna á hverjir gefa eftir í stjórninni.“ Best hefði verið, að mati Sigmundar, ef stjórnkerfið hefði leyst úr málinu eins og lög gera ráð fyrir. „Og að það hefði , eins og það jú gerði, tryggt heilbrigðisþjónustu og greitt fjölskyldunni, sem stóð það til boða, ekki bara flugið heldur líka styrki til þess að komast til Spánar. Þar sem, af gögnum að dæma, barnsins hefði beðið mjög góð þjónusta. En alls ekki að láta veikt barn verða að leiksoppi í pólitískum átökum þessarar ríkisstjórnar.“ Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32 Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, og fjölskylda hans verða ekki flutt af landi brott fyrir laugardag. Þau munu þá geta krafist efnislegrar meðferðar á máli sínu. 18. september 2024 18:10 Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
„Það sem mér finnst aðalmálið í þessu öllu er hversu afleitt það er að veikt barn skuli hafa verið gert að leiksoppi í innbyrðisdeilum ríkisstjórnarinnar. Það er búið að vera furðulegt að fylgjast með því,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um málið. Yazan Tamimi og fjölskylda hans voru aðfaranótt mánudags af fylgdar- og heimferðadeild Ríkislögreglustjóra flutt til Keflavíkur. Þaðan átti að fljúga fjölskyldunni til Spánar, þar sem hún hafði fengið vegabréfsáritun við komuna til Evrópu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ákvað svo snemma morguns á mánudag að fyrirskipa frestun brottflutningsins að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Í kjölfarið sagðist Guðmundur ekki hafa hótað stjórnarslitum vegna málsins, en vildi ekki gefa upp um hvort málið gæti leitt til slita. Ráðherrar ósammála um réttmæti inngrips „Atburðarásin er öll hin sérstakasta. Þarna um nóttina fer allt af stað og dómsmálaráðherrann ákveður að stíga inn í, en segist síðan sjálfur ekki hafa framkvæmt eðlilega stjórnsýslu,“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til orða Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í Silfrinu á mánudag, um að ekki hafi verið um eðlilega stjórnsýslu að ræða. Hún hafi í raun ekki lagalega heimild til að stíga inn í mál sem þetta. „Svo eru aðrir ráðherrar ósammála ráðherranum um það,“ segir Sigmundur, en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sagðist telja um eðlilega stjórnsýslu að ræða. Síðan hætt var við brottflutninginn hafa bæði Guðrún og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagt að ákvörðun um brottvísun Yazans og fjölskyldu standi. Nú er þó orðið ljóst að ekki verður af brottflutningnum fyrir laugardag, og því öðlast fjölskyldan rétt á efnislegri meðferð máls síns. „Einhver þurfti að tapa í þessum pólitíska slag sem búið var að búa til. Eins og kannski mátti vænta hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað málinu, því nú er komið fram að niðurstaðan standi ekki. Kannski vissu menn það. Allavega held ég að VG hafi vitað það. Þá er spurning hvort hinir hafi látið plata sig eða látið eins og þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að þarna væri tíminn að renna út til að Spánverjar tækju á móti fjölskyldunni,“ segir Sigmundur. Hann bætir við að lengi hafi legið fyrir sú niðurstaða í máli fjölskyldunnar, að vísa ætti henni til Spánar. „Henni er framfylgt af þeim sem hafa það hlutverk, lögreglu og öðrum. Það er ekki öfundsvert hlutverk, en það er að framfylgja lögunum. Þá er þessu öllu snúið við á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Veltir hagsmunum Yazans fyrir sér „Ég held að það hafi vantað töluvert upp á umfjöllun um málið í aðdragandum, því að þegar maður skoðar úrskurðina þá virðist meginmarkmiðið hafa verið að huga að hagsmunum barnsins. Eins og Sigríður Andersen benti á og fór yfir var búið að ganga úr skugga um það að spænsk stjórnvöld myndu taka á móti fjölskyldunni og myndu tryggja viðeigandi heilbrigðisaðstoð,“ segir Sigmundur. Í úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli fjölskyldunnar kemur fram að spænsk stjórnvöld hafi viðurkennt skyldu sína til að taka við fjölskyldunni, auk þess sem nefndin hefði farið yfir aðstæður á Spáni og komist að þeirri niðurstöðu að þar gæti Yazan fengið fullnægjandi heilbrigðisaðstoð. „Spánn væri eitt þeirra landa í heiminum sem væru fremst á sviði rannsókna og meðferðar við þessum sjúkdómi, og sérstaklega að í Barcelona væri barnasjúkrahús sem væri einna fremst í heimi í meðferð við þessum sjúkdómi. Það er einmitt sú borg sem til stóð að fjölskyldan færi til,“ segir Sigmundur. „Maður veltir því fyrir sér hvort hagsmunir barnsins hafi verið aðalatriðið í þessum farsa öllum.“ Málið skapi fordæmi, óháð orðum ráðherra Sigmundur segir þá ljóst að þrátt fyrir orð Guðmundar Inga, um að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað, hljóti eitthvað að hafa verið notað til að þrýsta á dómsmálaráðherra í málinu. „Ráðherrar þræta fyrir að þarna hafi stjórnarslitum verið hótað, en um leið segir dómsmálaráðherrann að hún hafi tekið þessa ákvörðun, sem hún segist telja ranga, sér þvert um geð. Hún hefur ekki tekið þessa ákvörðun af annarri ástæðu en að hún hafi talið sig knúna til þess. Þá er ein spurning eftir sem er ósvarað: Var það félagsmálaráðherrann sem knúði hana til þess beint? Eða var búið að beita Sjálfstæðisflokkinn þrýstingi sem svo fær dómsmálaráðherrann sinn til þess að gera það sem hún segist ekki hafa viljað gera?“ Sigmundur segist telja að þrátt fyrir að ráðherrar vilji meina að málið skapi ekki fordæmi, sé næsta sambærilega mál handan við hornið. „Menn geta reynt að færa rök fyrir því að þetta skapi ekki lagalegt fordæmi, en augljóslega skapar þetta fordæmi því aðrir munu vilja sömu meðferð. Eftir að hafa farið í gegnum allt kerfið, og ef það dugar ekki, þá munu þeir vilja fá málið rætt á ríkisstjórnarfundi. Það verða ekki bara svona mál, heldur alls konar mál þar sem verður látið reyna á hverjir gefa eftir í stjórninni.“ Best hefði verið, að mati Sigmundar, ef stjórnkerfið hefði leyst úr málinu eins og lög gera ráð fyrir. „Og að það hefði , eins og það jú gerði, tryggt heilbrigðisþjónustu og greitt fjölskyldunni, sem stóð það til boða, ekki bara flugið heldur líka styrki til þess að komast til Spánar. Þar sem, af gögnum að dæma, barnsins hefði beðið mjög góð þjónusta. En alls ekki að láta veikt barn verða að leiksoppi í pólitískum átökum þessarar ríkisstjórnar.“
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32 Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, og fjölskylda hans verða ekki flutt af landi brott fyrir laugardag. Þau munu þá geta krafist efnislegrar meðferðar á máli sínu. 18. september 2024 18:10 Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
„Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18. september 2024 19:32
Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, og fjölskylda hans verða ekki flutt af landi brott fyrir laugardag. Þau munu þá geta krafist efnislegrar meðferðar á máli sínu. 18. september 2024 18:10
Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37