Hafa auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2024 12:08 Björn Ingimarsson hefur lengi starfað sem sveitarstjóri en mun að óbreyttu láta af stöðunni um áramót. Vísir/Arnar Sveitarfélagið Múlaþing hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar og gert gert ráð fyrir að nýr sveitarstjóri muni taka við um næstu áramót. Þetta kemur fram á vef Múlaþings, en Björn Ingimarsson mun láta af stöðunni á næstunni þegar hann verður sjötugur. Í ráðningarsamningi sveitarfélagsins við Björn kom fram að Björn myndi gegna stöðunni út þetta ár. Fram kemur að sveitarfélagið sé að leita að einstaklingi sem sé „tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn“ og er umsóknarfrestur til og með 8. október 2024. Björn hafði áður gert oddvitum framboða í sveitarstjórn Múlaþings og starfsfólki stjórnsýslu grein fyrir því að hann myndi ekki óska eftir framlengingu á ráðningartíma, heldur ljúka störfum í samræmi við ákvæði gildandi ráðningarsamnings. Björn hóf störf sem sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010 og varð síðan sveitarstjóri Múlaþings, við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, árið 2020. Við sameiningu sveitarfélagsins varð til eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli, um tíu prósent af flatarmáli landsins. Þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til nýs sveitarstjóra er að viðkomandi sé með menntun og reynslu sem nýtist í starfi og farsæl reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu skilyrði og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg. Viðmandi þarf að hafa áhuga á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun, vera með þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, vera með eiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi og svo hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku. Vistaskipti Múlaþing Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Múlaþings, en Björn Ingimarsson mun láta af stöðunni á næstunni þegar hann verður sjötugur. Í ráðningarsamningi sveitarfélagsins við Björn kom fram að Björn myndi gegna stöðunni út þetta ár. Fram kemur að sveitarfélagið sé að leita að einstaklingi sem sé „tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn“ og er umsóknarfrestur til og með 8. október 2024. Björn hafði áður gert oddvitum framboða í sveitarstjórn Múlaþings og starfsfólki stjórnsýslu grein fyrir því að hann myndi ekki óska eftir framlengingu á ráðningartíma, heldur ljúka störfum í samræmi við ákvæði gildandi ráðningarsamnings. Björn hóf störf sem sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010 og varð síðan sveitarstjóri Múlaþings, við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, árið 2020. Við sameiningu sveitarfélagsins varð til eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli, um tíu prósent af flatarmáli landsins. Þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til nýs sveitarstjóra er að viðkomandi sé með menntun og reynslu sem nýtist í starfi og farsæl reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu skilyrði og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg. Viðmandi þarf að hafa áhuga á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun, vera með þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, vera með eiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi og svo hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku.
Vistaskipti Múlaþing Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52