Hafa auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2024 12:08 Björn Ingimarsson hefur lengi starfað sem sveitarstjóri en mun að óbreyttu láta af stöðunni um áramót. Vísir/Arnar Sveitarfélagið Múlaþing hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar og gert gert ráð fyrir að nýr sveitarstjóri muni taka við um næstu áramót. Þetta kemur fram á vef Múlaþings, en Björn Ingimarsson mun láta af stöðunni á næstunni þegar hann verður sjötugur. Í ráðningarsamningi sveitarfélagsins við Björn kom fram að Björn myndi gegna stöðunni út þetta ár. Fram kemur að sveitarfélagið sé að leita að einstaklingi sem sé „tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn“ og er umsóknarfrestur til og með 8. október 2024. Björn hafði áður gert oddvitum framboða í sveitarstjórn Múlaþings og starfsfólki stjórnsýslu grein fyrir því að hann myndi ekki óska eftir framlengingu á ráðningartíma, heldur ljúka störfum í samræmi við ákvæði gildandi ráðningarsamnings. Björn hóf störf sem sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010 og varð síðan sveitarstjóri Múlaþings, við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, árið 2020. Við sameiningu sveitarfélagsins varð til eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli, um tíu prósent af flatarmáli landsins. Þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til nýs sveitarstjóra er að viðkomandi sé með menntun og reynslu sem nýtist í starfi og farsæl reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu skilyrði og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg. Viðmandi þarf að hafa áhuga á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun, vera með þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, vera með eiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi og svo hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku. Vistaskipti Múlaþing Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Múlaþings, en Björn Ingimarsson mun láta af stöðunni á næstunni þegar hann verður sjötugur. Í ráðningarsamningi sveitarfélagsins við Björn kom fram að Björn myndi gegna stöðunni út þetta ár. Fram kemur að sveitarfélagið sé að leita að einstaklingi sem sé „tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn“ og er umsóknarfrestur til og með 8. október 2024. Björn hafði áður gert oddvitum framboða í sveitarstjórn Múlaþings og starfsfólki stjórnsýslu grein fyrir því að hann myndi ekki óska eftir framlengingu á ráðningartíma, heldur ljúka störfum í samræmi við ákvæði gildandi ráðningarsamnings. Björn hóf störf sem sveitarstjóri Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010 og varð síðan sveitarstjóri Múlaþings, við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, árið 2020. Við sameiningu sveitarfélagsins varð til eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli, um tíu prósent af flatarmáli landsins. Þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til nýs sveitarstjóra er að viðkomandi sé með menntun og reynslu sem nýtist í starfi og farsæl reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum. Þá er þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu skilyrði og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi æskileg. Viðmandi þarf að hafa áhuga á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun, vera með þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, vera með eiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi og svo hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku.
Vistaskipti Múlaþing Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Björn verður áfram sveitarstjóri í Múlaþingi Björn Ingimarsson mun áfram gegna embætti sveitarstjóra í Múlaþingi á kjörtímabilinu sem framundan er. Oddvitar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í gær. 25. maí 2022 11:52