Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2024 20:40 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Bjarni Einarsson Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. Spá Landsnets nær fram til ársins 2050 en í fréttum Stöðvar 2 létum við okkur nægja að sinni að spyrja um næstu fimm árin. „Horfurnar næstu fimm ár eru ekkert sérstaklega góðar. Það eru talsverðar líkur á að við höfum ekki næga orku í landinu,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. „Það skánar kannski ekki fyrr en eftir árið 2029, eða eitthvað svoleiðis, að því gefnu að þau plön sem nú er búið að samþykkja á Alþingi gangi eftir.“ Frá inntakslóni Sigöldvirkjunar. Krókslón fyrir ofan.Arnar Halldórsson Bág vatnsstaða í virkjanalónum þetta haustið eykur líkur á meiri skerðingum í vetur. Í fyrravetur bitnaði raforkuskorturinn einkum á þeim sem samið höfðu um skerðanlega orku. „Eins og staðan er núna eru jafnvel líkur á því að forgangsorkuskerðingar verði í vetur út af bágri vatnsstöðu.“ -En almenningur, hvernig finnur hann fyrir þessu? „Það bara verður að koma í ljós. Almenningur fann fyrir þessu síðasta vetur með því að það voru skertar hitaveiturnar, olíukyndingar þar. Þannig að væntanlega hefur þetta áhrif á reikningana hjá almenningi,“ svarar Guðmundur Ingi. Frá fyrirhugðu stíflustæði Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Gert er ráð fyrir að afl hennar verði 95 megavött.Landsvirkjun Athygli vekur að raforkuspáin gengur út frá því að bæði vindorkulundur við Búrfell og Hvammsvirkjun fái grænt ljós en hvorugt er í höfn. En hvað ef ekkert af því næst fram? „Ef ekkert gerist, ef engir virkjanakostir koma inn á kerfið, þá mun bara staðan versna, einfaldlega vegna þess að almenn notkun hún eykst alltaf í landinu og stórnotkunin er svipuð. Þannig að þá mun bara staðan versna og líkur á skerðingum verða meiri og meiri.“ -En afhverju erum við í þessari stöðu, að það sé bara viðvarandi orkuskortur næstu árin? „Það er náttúrlega fyrst og fremst af því að framleiðslan er ekki í takt við aukningu á notkuninni og því fer sem fer. Að auki þá náttúrlega búum við við veikleika í flutningskerfinu, eins og allir vita, á milli landshluta. Þannig að við náum heldur ekki að nýta mannvirkin sem við erum með í dag á besta hátt,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Deilur um Hvammsvirkjun Jarðhiti Loftslagsmál Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Virkjanaleyfið kært aftur Önnur kæra hefur borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna veitingar Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir vindorkuver í Búrfellslundi. Að þessu sinni eru það náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sem kæra. 13. september 2024 10:27 Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Spá Landsnets nær fram til ársins 2050 en í fréttum Stöðvar 2 létum við okkur nægja að sinni að spyrja um næstu fimm árin. „Horfurnar næstu fimm ár eru ekkert sérstaklega góðar. Það eru talsverðar líkur á að við höfum ekki næga orku í landinu,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. „Það skánar kannski ekki fyrr en eftir árið 2029, eða eitthvað svoleiðis, að því gefnu að þau plön sem nú er búið að samþykkja á Alþingi gangi eftir.“ Frá inntakslóni Sigöldvirkjunar. Krókslón fyrir ofan.Arnar Halldórsson Bág vatnsstaða í virkjanalónum þetta haustið eykur líkur á meiri skerðingum í vetur. Í fyrravetur bitnaði raforkuskorturinn einkum á þeim sem samið höfðu um skerðanlega orku. „Eins og staðan er núna eru jafnvel líkur á því að forgangsorkuskerðingar verði í vetur út af bágri vatnsstöðu.“ -En almenningur, hvernig finnur hann fyrir þessu? „Það bara verður að koma í ljós. Almenningur fann fyrir þessu síðasta vetur með því að það voru skertar hitaveiturnar, olíukyndingar þar. Þannig að væntanlega hefur þetta áhrif á reikningana hjá almenningi,“ svarar Guðmundur Ingi. Frá fyrirhugðu stíflustæði Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Gert er ráð fyrir að afl hennar verði 95 megavött.Landsvirkjun Athygli vekur að raforkuspáin gengur út frá því að bæði vindorkulundur við Búrfell og Hvammsvirkjun fái grænt ljós en hvorugt er í höfn. En hvað ef ekkert af því næst fram? „Ef ekkert gerist, ef engir virkjanakostir koma inn á kerfið, þá mun bara staðan versna, einfaldlega vegna þess að almenn notkun hún eykst alltaf í landinu og stórnotkunin er svipuð. Þannig að þá mun bara staðan versna og líkur á skerðingum verða meiri og meiri.“ -En afhverju erum við í þessari stöðu, að það sé bara viðvarandi orkuskortur næstu árin? „Það er náttúrlega fyrst og fremst af því að framleiðslan er ekki í takt við aukningu á notkuninni og því fer sem fer. Að auki þá náttúrlega búum við við veikleika í flutningskerfinu, eins og allir vita, á milli landshluta. Þannig að við náum heldur ekki að nýta mannvirkin sem við erum með í dag á besta hátt,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Deilur um Hvammsvirkjun Jarðhiti Loftslagsmál Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Tengdar fréttir Virkjanaleyfið kært aftur Önnur kæra hefur borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna veitingar Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir vindorkuver í Búrfellslundi. Að þessu sinni eru það náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sem kæra. 13. september 2024 10:27 Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Virkjanaleyfið kært aftur Önnur kæra hefur borist úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna veitingar Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir vindorkuver í Búrfellslundi. Að þessu sinni eru það náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið sem kæra. 13. september 2024 10:27
Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21