Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar 17. september 2024 12:01 Um svipað leyti og fréttir bárust af endurkomu bókunar 35 til Alþingis birti Evrópusambandið þykka skýrslu sem það fékk frá Mario Draghi, sem einu sinni stjórnaði seðlabanka fyrir sambandið. Bókun 35 fjallar um tilfærslu á slatta af löggjafarvaldi frá Íslendingum til Evrópusambandsins. Hversu stór sá slatti er verður látið liggja milli hluta í þetta sinn, þó að því sögðu að slattinn er nógu mikill til að hann stangast á við stjórnarskrána. Í skýrslu Draghi, sem sagt var frá í fréttum á Íslandi, er fjallað um erfiðleika í efnahag Evrópusambandsins og afleita stöðu þess miðað við aðra, sem það kýs að bera sig saman við. Embættismennirnir sem skrifa leggja til að aðildarríki Evrópusambandsins taki himinhátt lán til að borga fyrir verkefni sem munu laga stöðuna. Við fyrstu sýn virðist ekki vera svo að EES-ríkin, þar á meðal Ísland, borgi fyrir þetta, en fullvíst má telja að menn í sölum Evrópusambandsins séu nú að leita logandi ljósi að leið til að senda Íslendingum og Norðmönnum sanngjarnan hlut af reikningnum. Ef leitin skilaði árangri mætti búast við að Íslendingar og Norðmenn fengju líka sanngjarnan hlut af kökunni. Við mat á sanngirni er lítill vafi á því að margir munu vilja líta til þeirrar staðreyndar að þjóðartekjur á Íslandi og í Noregi eru háar, að atvinnuleysi á Íslandi er innan við helmingur af meðalatvinnuleysi í Evrópusambandinu og laun margfalt hærri en í fátækari hluta sambandsins. Sanngjarn hlutur gæti því hæglega orðið hár hluti af reikningnum, en ekki neitt af kökunni. Spyrja má þá hvort Íslendingum sé of gott að gefa fátækum. Spyrja má þá á móti hvort ekki sé betra að gefa þeim fátækustu, sem sannarlega þurfa á hjálp að halda, en næstríkasta hópi jarðarbúa, þótt þeir séu ekki sérlega ríkir miðað við þá ríkustu. Eflaust þarf fleiri högg en bókun 35 til að koma fyrrgreindum reikningi yfir á Íslendinga. En það verða fleiri reikningar og ekkert sem bendir til annars en að Evrópusambandið muni halda áfram að sækja vald til EES-ríkjanna í litlum bitum, þar til ekkert sem máli skiptir verður eftir. Löngu áður en það gerist verður farið að innheimta allt mögulegt hjá Íslendingum. Það er nú reyndar þegar byrjað. Þessa viðstöðulausu tilfærslu á valdi til gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu þarf að stöðva og hefjast handa við að sækja aftur heim það vald sem hefur tapast. Höfundur er formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Um svipað leyti og fréttir bárust af endurkomu bókunar 35 til Alþingis birti Evrópusambandið þykka skýrslu sem það fékk frá Mario Draghi, sem einu sinni stjórnaði seðlabanka fyrir sambandið. Bókun 35 fjallar um tilfærslu á slatta af löggjafarvaldi frá Íslendingum til Evrópusambandsins. Hversu stór sá slatti er verður látið liggja milli hluta í þetta sinn, þó að því sögðu að slattinn er nógu mikill til að hann stangast á við stjórnarskrána. Í skýrslu Draghi, sem sagt var frá í fréttum á Íslandi, er fjallað um erfiðleika í efnahag Evrópusambandsins og afleita stöðu þess miðað við aðra, sem það kýs að bera sig saman við. Embættismennirnir sem skrifa leggja til að aðildarríki Evrópusambandsins taki himinhátt lán til að borga fyrir verkefni sem munu laga stöðuna. Við fyrstu sýn virðist ekki vera svo að EES-ríkin, þar á meðal Ísland, borgi fyrir þetta, en fullvíst má telja að menn í sölum Evrópusambandsins séu nú að leita logandi ljósi að leið til að senda Íslendingum og Norðmönnum sanngjarnan hlut af reikningnum. Ef leitin skilaði árangri mætti búast við að Íslendingar og Norðmenn fengju líka sanngjarnan hlut af kökunni. Við mat á sanngirni er lítill vafi á því að margir munu vilja líta til þeirrar staðreyndar að þjóðartekjur á Íslandi og í Noregi eru háar, að atvinnuleysi á Íslandi er innan við helmingur af meðalatvinnuleysi í Evrópusambandinu og laun margfalt hærri en í fátækari hluta sambandsins. Sanngjarn hlutur gæti því hæglega orðið hár hluti af reikningnum, en ekki neitt af kökunni. Spyrja má þá hvort Íslendingum sé of gott að gefa fátækum. Spyrja má þá á móti hvort ekki sé betra að gefa þeim fátækustu, sem sannarlega þurfa á hjálp að halda, en næstríkasta hópi jarðarbúa, þótt þeir séu ekki sérlega ríkir miðað við þá ríkustu. Eflaust þarf fleiri högg en bókun 35 til að koma fyrrgreindum reikningi yfir á Íslendinga. En það verða fleiri reikningar og ekkert sem bendir til annars en að Evrópusambandið muni halda áfram að sækja vald til EES-ríkjanna í litlum bitum, þar til ekkert sem máli skiptir verður eftir. Löngu áður en það gerist verður farið að innheimta allt mögulegt hjá Íslendingum. Það er nú reyndar þegar byrjað. Þessa viðstöðulausu tilfærslu á valdi til gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu þarf að stöðva og hefjast handa við að sækja aftur heim það vald sem hefur tapast. Höfundur er formaður Heimssýnar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun