Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 23:03 Dómssalur héraðsdóms Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af ákæru um ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginmanni sínum. Litið var til hæðarmunar þeirra tveggja við aðalmeðferð og ekki talið hafið yfir allan vafa að hún hafi valdið þeim áverkum sem á honum voru. Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira
Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira