Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 21:42 Arnar Gunnlaugsson má vera stoltur af gengi liðsins síns undanfarin misseri. Vísir/Hulda Margrét Víkingur mætti heldur betur til leiks í Árbænum í kvöld. Komust snemma yfir og rúlluðu yfir Fylki í 22. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að vera stoltur af ýmsu. Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn