Kristian Nökkvi metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2024 19:45 Kristian Nökkvi í leik með Ajax. Getty Images/Raymond Smit Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður hollenska stórveldisins Ajax, er þriðji verðmætasti leikmaður hollensku efstu deildar karla í fótbolta sem hefur ekki náð 21 árs aldri. Hann er metinn á tæplega tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. CIES Football Observatory er eins konar rannsóknarstofa sem notar tölfræðiupplýsingar til að meta leikmenn, lið og knattspyrnuþjóðir. Nú hefur „rannsóknarstofan“ verðlagt leikmenn sem eru undir 21 árs. Einn ber af en Kristian Nökkvi er í 3. sæti listans. Hinn 18 ára gamli Jorrel Hato, samherji Kristians Nökkva, hjá Ajax er langefstur á listanum en hann er metinn á 45 milljónir evra eða 6,9 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða örvfættan miðvörð sem hefur þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Ruben van Bommel, sonur Mark van Bommel, er í öðru sæti listans. Vængmaðurinn er metinn á 200 þúsund evrum meira en Kristian Nökkvi sem er í þriðja sæti listans. Hinn tvítugi Kristian Nökkvi kom inn í lið Ajax á síðustu leiktíð og var einn af fáum ljósum punktum á annars slöku tímabili. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland og 28 yngri landsleiki. Top estimated transfer values, 🇳🇱 #Eredivisie U2⃣1⃣ players 🤠🥇 #JorrelHato 🇳🇱 €45.2m🥈 #RubenvanBommel 🇳🇱 €16.1m🥉 #KristianHlynsson 🇮🇸 €15.9m4⃣ #IbrahimOsman 🇬🇭 5⃣ #PaxtenAaronson 🇺🇸 Most valued player per club in 6⃣7⃣ leagues 🌐 👉 https://t.co/7gBSrAr326 pic.twitter.com/HxW1eelaL6— CIES Football Obs (@CIES_Football) September 16, 2024 Á eftir honum koma Ibrahim Osman, 19 ára vængmaður Feyenoord sem er á láni frá Brighton & Hove Albion, og Paxten Aaronson, 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er á láni frá Eintracht Frankfurt. Kristian Nökkvi skoraði sigurmark Ajax í fyrsta deildarleik tímabilsins en liðið tapaði óvænt fyrir NAC Breda í næsta deildarleik þar sem Hato skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. Vegna þátttöku sinnar í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar hefur liðið aðeins leikið tvo leiki á meðan önnur hafa leikið 4-5 leiki og því er Ajax í 15. sæti sem stendur. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Sjá meira
CIES Football Observatory er eins konar rannsóknarstofa sem notar tölfræðiupplýsingar til að meta leikmenn, lið og knattspyrnuþjóðir. Nú hefur „rannsóknarstofan“ verðlagt leikmenn sem eru undir 21 árs. Einn ber af en Kristian Nökkvi er í 3. sæti listans. Hinn 18 ára gamli Jorrel Hato, samherji Kristians Nökkva, hjá Ajax er langefstur á listanum en hann er metinn á 45 milljónir evra eða 6,9 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða örvfættan miðvörð sem hefur þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir ungan aldur. Hinn tvítugi Ruben van Bommel, sonur Mark van Bommel, er í öðru sæti listans. Vængmaðurinn er metinn á 200 þúsund evrum meira en Kristian Nökkvi sem er í þriðja sæti listans. Hinn tvítugi Kristian Nökkvi kom inn í lið Ajax á síðustu leiktíð og var einn af fáum ljósum punktum á annars slöku tímabili. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland og 28 yngri landsleiki. Top estimated transfer values, 🇳🇱 #Eredivisie U2⃣1⃣ players 🤠🥇 #JorrelHato 🇳🇱 €45.2m🥈 #RubenvanBommel 🇳🇱 €16.1m🥉 #KristianHlynsson 🇮🇸 €15.9m4⃣ #IbrahimOsman 🇬🇭 5⃣ #PaxtenAaronson 🇺🇸 Most valued player per club in 6⃣7⃣ leagues 🌐 👉 https://t.co/7gBSrAr326 pic.twitter.com/HxW1eelaL6— CIES Football Obs (@CIES_Football) September 16, 2024 Á eftir honum koma Ibrahim Osman, 19 ára vængmaður Feyenoord sem er á láni frá Brighton & Hove Albion, og Paxten Aaronson, 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem er á láni frá Eintracht Frankfurt. Kristian Nökkvi skoraði sigurmark Ajax í fyrsta deildarleik tímabilsins en liðið tapaði óvænt fyrir NAC Breda í næsta deildarleik þar sem Hato skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. Vegna þátttöku sinnar í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar hefur liðið aðeins leikið tvo leiki á meðan önnur hafa leikið 4-5 leiki og því er Ajax í 15. sæti sem stendur.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Sjá meira