Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 16:06 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, er mótfallinn innrás í Líbanon en fregnir hafa borist af því að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka hann. EPA/ABIR SULTAN Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Gordin vill reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon og þannig koma í veg fyrir árásir á norðanvert Ísrael. Margar byggðir í norðurhluta landsins hafa verið rýmdar og íbúar hafa ekki getað snúið aftur til síns heima í tæpt ár, vegna tíðra árása Hezbollah. Í frétt Times of Israel segir að Gallant sé mótfallinn innrás í Líbanon á þessari stundu en hann virðist í minnihluta og hafa fregnir borist af því frá botni Miðjarðarhafs að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, hafi hótað því að reka Gallant vegna afstöðu hans. Gallant er sagður vilja meiri tíma fyrir viðræður áður en gripið verður til innrásar. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra og pólitískur andstæðingur Gallants til langs tíma, kallaði eftir því í dag að Gallant yrði rekinn. Það þyrfti að grípa til aðgerða í norðri og hann væri ekki maður til að leiða þær aðgerðir. Gvir er talinn mikill harðlínumaður og hefur meðal annars kallað eftir allsherjar hernámi á Gasaströndinni. Formaður herforingjaráðs Ísraels er einnig sagður mótfallinn innrás í Líbanon. Gordin er hins vegar sagður þeirrar skoðunar að tiltölulega auðvelt yrði að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon. Ísraelar væru búnir að fella bestu menn Hezbollah á undanförnum mánuðum og margir þeirra hefðu þegar flúið til norðurs, vegna árása Ísraela. Hann telur einnig að meirihluti óbreyttra borgara hafi einnig flúið til norðurs. Hezbollah-samtökin eru talin töluvert öflugri en Hamas-samtökin og eru þau talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum. Þær væri mögulegt að nota til umfangsmikilla árása á Ísrael um nokkuð skeið. Reuters segir frá því að Galland hafi sagt Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í dag að glugginn fyrir friðsama lausn væri að lokast, ef svo má að orði komast. Gallant sagði ljóst í hvað stefndi, svo lengi sem Hezbollah tengdist Hamas-samtökunum áfram. Bæði Hezbollah og Hamas njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Frá því átökin hófust milli Ísraela og Hamas hafa Ísraelar og Hezbolla skipst á skotum á nánast hverjum degi. Ísraelski herinn birtir reglulega mynbönd af árásum í Líbanon. Þar á meðal þetta myndband sem birt var í dag. Hezbollah weapon depots and other buildings used by the terror group in southern Lebanon were struck by Israeli fighter jets a short while ago, the IDF says.The strikes were carried out in Tayr Harfa, Odaisseh, Blida, and Kafr Shuba.Meanwhile, a barrage of three rockets was… pic.twitter.com/rLysocpPd5— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) September 16, 2024 Reuters hefur þó eftir að leiðtogum Hezbollah að þeir hafi ekki áhuga á stríði við Ísrael en þeir muni berjast geri Ísraelar innrás í Líbanon. Ísrael hernam suðurhluta Líbanon árið 1985 og var með hermenn þar allt til ársins 2020. Þá voru hermennirnir fluttir aftur heim egna mikils þrýstings frá almenningi í Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira