Hingað og ekki lengra Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. september 2024 11:01 Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mannréttindi Mál Yazans Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun