Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið Ólafur Þór Jónsson skrifar 15. september 2024 17:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur í leikslok. Visir/ Hulda Margrét Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik. Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“
Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira