Vill ekki ræða verðmiðann Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 10:39 Geimfararnir fjórir um borð í hylkinu eftir að það lenti í Mexíkóflóa snemma á sunnudag. AP/SpaceX Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu. Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu.
Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02