„Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2024 19:39 Óskar Hrafn Þorvaldsson segir sína menn ekki mega verða litla í sér eftir tapið. Liðið er í fallbaráttu og framundan er leikur gegn Val á Hlíðarenda. vísir / anton brink „Það svíður að tapa og kannski sérstaklega á þennan hátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 0-3 tap gegn Víkingi þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Southampton | Sigurlausir nýliðar mæta á Emirates Enski boltinn Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Íslenski boltinn Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Fulham | Meistararnir í vígahug Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Bikarinn fer á loft Sandra María valin best Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Í beinni: Þór/KA - Víkingur | Spila um bronssætið „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ KR sækir tvo frá Fjölni Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Verður áhorfendametið slegið á morgun? Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Snýr aftur heim í KR Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Sjáðu slysalegt sjálfsmark og Emil skora í tólfta sinn Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-0 | Stjarnan gerir atlögu að Evrópusætinu Oliver við æfingar á Englandi eftir frábært tímabil með ÍBV Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Fær Njarðvík frekar stimpilinn? „Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu Uppgjörið: Valur - Víkingur 2-3 | Draumamark Tariks kom Víkingi á toppinn „Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Markalaust í Laugardalnum Uppgjörið og viðtöl: FH - Breiðablik 0-1 | Kristinn kom Blikum á toppinn með marki úr hornspyrnu Sjá meira
„Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Southampton | Sigurlausir nýliðar mæta á Emirates Enski boltinn Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Íslenski boltinn Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Fulham | Meistararnir í vígahug Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Bikarinn fer á loft Sandra María valin best Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Í beinni: Þór/KA - Víkingur | Spila um bronssætið „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ KR sækir tvo frá Fjölni Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Verður áhorfendametið slegið á morgun? Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Snýr aftur heim í KR Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Sjáðu slysalegt sjálfsmark og Emil skora í tólfta sinn Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-0 | Stjarnan gerir atlögu að Evrópusætinu Oliver við æfingar á Englandi eftir frábært tímabil með ÍBV Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Fær Njarðvík frekar stimpilinn? „Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu Uppgjörið: Valur - Víkingur 2-3 | Draumamark Tariks kom Víkingi á toppinn „Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Markalaust í Laugardalnum Uppgjörið og viðtöl: FH - Breiðablik 0-1 | Kristinn kom Blikum á toppinn með marki úr hornspyrnu Sjá meira