„Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2024 19:39 Óskar Hrafn Þorvaldsson segir sína menn ekki mega verða litla í sér eftir tapið. Liðið er í fallbaráttu og framundan er leikur gegn Val á Hlíðarenda. vísir / anton brink „Það svíður að tapa og kannski sérstaklega á þennan hátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 0-3 tap gegn Víkingi þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira