Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 14:02 Pep Guardiola smellir kossi á Englandsmeistarabikarinn sem hann þekkir svo vel, en Manchester City hefur unnið titilinn fjögur ár í röð. Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ánægður með það að réttarhöld yfir félaginu geti hafist á mánudaginn, vegna 115 meintra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október. Enski boltinn Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Sjá meira
Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október.
Enski boltinn Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Sjá meira