Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 11:32 Medhi Narjissi var afar efnilegur ruðningsmaður og hafði samið við frönsku meistarana í Toulouse. Twitter Franska ruðningssambandið íhugar nú að kæra stjórnendur U18-ára landsliðs karla vegna ábyrgðarleysis sem þeir sýndu þegar hinn 17 ára gamli Medhi Narjissi hvarf í sjóinn í ágúst. Sterkar öldur hrifu Narjissi með sér þegar hann var ásamt liðsfélögum sínum í franska U18-landsliðinu að synda í sjónum við Höfðaborg í Suður-Afríku. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Franski hópurinn var að undirbúa sig fyrir fimm þjóða mót í Suður-Afríku, þar sem Narjissi og félagar áttu að mæta heimamönnum, Englendingum, Írum og Georgíumönnum. Samkvæmt rannsókn franska ruðningssambandsins sýndu stjórnendur landsliðsins grafalvarlegt ábyrgðarleysi með því að hundsa viðvörunarskilti á ströndinni. Varað er við því, við Dias-ströndina, að hættulegt sé að synda í sjónum.Twitter „Ákvörðunin um að verja hvíldarstund í sjónum við Dias-ströndina var tekin án þess að hugsa um hætturnar sem því fylgja, sérstaklega varðandi strauma, öldur og kletta,“ segir franska sambandið sem eins og fyrr segir íhugar nú að kæra þá sem báru ábyrgð á hópnum. „Þetta er ekki slys“ Medhi Narjissi var nýbúinn að semja við franska meistaraliðið Toulouse en hann er sonur Jalil Narjissi, fyrrverandi landsliðsfyrirliða Marokkó. Jaril hefur gagnrýnt þá sem stýrðu franska hópnum: „Þetta er ekki slys. Þetta gerðist af ástæðu,“ sagði Jalil. „Rútuslys, flugslys eða ef Medhi hefði meiðst og lamast, þá værum við öll einfaldlega miður okkar. En svona lagað á ekki að gerast. Þeir léku sér með líf barnanna okkar,“ sagði Jalil. Franska ruðningssambandið hefur látið foreldra Narjissi fá öll gögn sem tóksot að safna og einnig sent þau til franska íþróttamálaráðuneytisins. Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Sterkar öldur hrifu Narjissi með sér þegar hann var ásamt liðsfélögum sínum í franska U18-landsliðinu að synda í sjónum við Höfðaborg í Suður-Afríku. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Franski hópurinn var að undirbúa sig fyrir fimm þjóða mót í Suður-Afríku, þar sem Narjissi og félagar áttu að mæta heimamönnum, Englendingum, Írum og Georgíumönnum. Samkvæmt rannsókn franska ruðningssambandsins sýndu stjórnendur landsliðsins grafalvarlegt ábyrgðarleysi með því að hundsa viðvörunarskilti á ströndinni. Varað er við því, við Dias-ströndina, að hættulegt sé að synda í sjónum.Twitter „Ákvörðunin um að verja hvíldarstund í sjónum við Dias-ströndina var tekin án þess að hugsa um hætturnar sem því fylgja, sérstaklega varðandi strauma, öldur og kletta,“ segir franska sambandið sem eins og fyrr segir íhugar nú að kæra þá sem báru ábyrgð á hópnum. „Þetta er ekki slys“ Medhi Narjissi var nýbúinn að semja við franska meistaraliðið Toulouse en hann er sonur Jalil Narjissi, fyrrverandi landsliðsfyrirliða Marokkó. Jaril hefur gagnrýnt þá sem stýrðu franska hópnum: „Þetta er ekki slys. Þetta gerðist af ástæðu,“ sagði Jalil. „Rútuslys, flugslys eða ef Medhi hefði meiðst og lamast, þá værum við öll einfaldlega miður okkar. En svona lagað á ekki að gerast. Þeir léku sér með líf barnanna okkar,“ sagði Jalil. Franska ruðningssambandið hefur látið foreldra Narjissi fá öll gögn sem tóksot að safna og einnig sent þau til franska íþróttamálaráðuneytisins.
Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira