Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 23:55 Mynd sem var tekin af berghlíðinni í ágúst, rúmum mánuði áður en berghlaupið varð. Hlutinn sem er afmarkaður með gulri línu er sá sem féll út í Dickson-fjörð. Søren Rysgaard/Jarðvísindastofnun Danmerkur og Grænlands Óútskýrðar hræringar sem greindust á jarðskjálftamælum um alla jörð í fyrra stöfuðu frá risavaxinni flóðbylgju sem velktist um í firði á Austur-Grænlandi í níu daga. Hnattræn hlýnun er sögð ástæða berghlaupsins út í fjörðinn sem kom bylgjunni af stað. Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna með hjálp danska sjóhersins rakti slóð titringings sem kom fram á jarðskjálftamælum á níutíu sekúndna fresti í níu daga í september í fyrra. Böndin bárust fljótt að flóðbylgju í afskekktum firði á Grænlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gögn úr jarðskjálftamælum, gervitunglamyndir og ljósmyndir af firðinum leiddu vísindamennina að Dickson-firði á Austur-Grænlandi. Í ljós kom að hluti úr fjalli hafði hrunið og tekið með sér hluta af jökli út út í sjó 16. september í fyrra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu Science í dag. Bergið sem hrundi út í fjörðinni var sex hundruð sinnum tvö hundruð metrar, um 25 milljónir rúmmetrar, og féll úr um 1,2 kílómetra hæð, að sögn danska ríkisútvarpsins. Áætlað er að flóðbylgjan hafi orðið tvö hundruð metra há. Vegna þess að berghlaupið varð í firði sem gengur meira en tvö hundruð kílómetra inn í land frá opnu hafi lokaðist flóðbylgjan inni. Talið er að hún hafi velkst um í firðinum allt að tíu þúsund sinnum áður en hún fjaraði loks út. „Við höfum aldrei séð svona umfangsmikla hreyfingu vatns á svona löngum tíma,“ segir Stephen Hicks frá University College í London sem tók þátt í rannsókninni við BBC. Jökullinn hélt ekki lengur við fjallið Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að hlýnandi veðurfar á Grænlandi sem bræðir nú jöklana þar hratt sé orsök þess að berghlaupið risavaxna fór af stað. Þegar jöklarnir bráðna og þynnast hopa þeir. Óstöðugar fjallshlíðar sem voru áður studdar af skriðjöklum geta farið af stað þegar jöklarnir hopa. „Þessi jökull hélt uppi þessu fjalli og að hann varð svo þunnur að hann hætti bara að styðja við það. Það sýnir að loftslagsbreytingar hafa áhrif á þessu svæði nú þegar,“ segir Hicks. Fjórir fórust í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands þegar flóðbylgja af völdum berghlaups í nálægum firði gekk yfir það árið 2017. Dickson-fjörður þar sem flóðbylgjan varð í fyrra er afskekktur en þangað sigla þó skemmtiferðaskip í norðurskautsferðum. Kristian Svennevig frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands (GEUS) segir atburði af þessu tagi sífellt algengari á norðurslóðum. „Við verðum nú vitni að aukningu í risavöxnum berghlaupum sem valda flóðbylgjum, sérstaklega á Grænlandi. Þó að atburðurinn í Dickson-firði staðfesti ekki þessa þróun einn og sér þá undirstrikar þessi fordæmalausa stærðargráða nauðsyn þess að rannsaka þetta betur,“ segir hann við BBC. Almannavarnir á Íslandi vöruðu við ferðum á Svínafellsjökul sumarið 2018 vegna hættu á skriðuföllum þar. Fylgst hefur verið með sprungum í Svínafellsheiði vegna hættu á stórum berghlaupum. Varað hefur verið við hættu á berghlaupum í jökullón sem hafa myndast við sporða fjölda hopandi skriðjökla og gætu valdið flóðbylgjum. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan fer einn höfunda rannsóknarinnar á flóðbylgjunni í Dickson-firði yfir niðurstöðurnar með myndum af berghlíðinni. Grænland Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna með hjálp danska sjóhersins rakti slóð titringings sem kom fram á jarðskjálftamælum á níutíu sekúndna fresti í níu daga í september í fyrra. Böndin bárust fljótt að flóðbylgju í afskekktum firði á Grænlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gögn úr jarðskjálftamælum, gervitunglamyndir og ljósmyndir af firðinum leiddu vísindamennina að Dickson-firði á Austur-Grænlandi. Í ljós kom að hluti úr fjalli hafði hrunið og tekið með sér hluta af jökli út út í sjó 16. september í fyrra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu Science í dag. Bergið sem hrundi út í fjörðinni var sex hundruð sinnum tvö hundruð metrar, um 25 milljónir rúmmetrar, og féll úr um 1,2 kílómetra hæð, að sögn danska ríkisútvarpsins. Áætlað er að flóðbylgjan hafi orðið tvö hundruð metra há. Vegna þess að berghlaupið varð í firði sem gengur meira en tvö hundruð kílómetra inn í land frá opnu hafi lokaðist flóðbylgjan inni. Talið er að hún hafi velkst um í firðinum allt að tíu þúsund sinnum áður en hún fjaraði loks út. „Við höfum aldrei séð svona umfangsmikla hreyfingu vatns á svona löngum tíma,“ segir Stephen Hicks frá University College í London sem tók þátt í rannsókninni við BBC. Jökullinn hélt ekki lengur við fjallið Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að hlýnandi veðurfar á Grænlandi sem bræðir nú jöklana þar hratt sé orsök þess að berghlaupið risavaxna fór af stað. Þegar jöklarnir bráðna og þynnast hopa þeir. Óstöðugar fjallshlíðar sem voru áður studdar af skriðjöklum geta farið af stað þegar jöklarnir hopa. „Þessi jökull hélt uppi þessu fjalli og að hann varð svo þunnur að hann hætti bara að styðja við það. Það sýnir að loftslagsbreytingar hafa áhrif á þessu svæði nú þegar,“ segir Hicks. Fjórir fórust í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands þegar flóðbylgja af völdum berghlaups í nálægum firði gekk yfir það árið 2017. Dickson-fjörður þar sem flóðbylgjan varð í fyrra er afskekktur en þangað sigla þó skemmtiferðaskip í norðurskautsferðum. Kristian Svennevig frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands (GEUS) segir atburði af þessu tagi sífellt algengari á norðurslóðum. „Við verðum nú vitni að aukningu í risavöxnum berghlaupum sem valda flóðbylgjum, sérstaklega á Grænlandi. Þó að atburðurinn í Dickson-firði staðfesti ekki þessa þróun einn og sér þá undirstrikar þessi fordæmalausa stærðargráða nauðsyn þess að rannsaka þetta betur,“ segir hann við BBC. Almannavarnir á Íslandi vöruðu við ferðum á Svínafellsjökul sumarið 2018 vegna hættu á skriðuföllum þar. Fylgst hefur verið með sprungum í Svínafellsheiði vegna hættu á stórum berghlaupum. Varað hefur verið við hættu á berghlaupum í jökullón sem hafa myndast við sporða fjölda hopandi skriðjökla og gætu valdið flóðbylgjum. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan fer einn höfunda rannsóknarinnar á flóðbylgjunni í Dickson-firði yfir niðurstöðurnar með myndum af berghlíðinni.
Grænland Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00
Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02
Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25