Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 13. september 2024 07:02 „Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
„Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun