Svarar Ronaldo: „Hann er langt í burtu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2024 17:01 Ten Hag og Ronaldo er ekki til vina. Getty/James Gill Erik ten Hag hefur svarað gagnrýni Portúgalans Cristiano Ronaldo á hans störf sem þjálfara Manchester United. Manchester United hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að hafa hafnað í áttunda sæti í fyrra. Ronaldo var ómyrkur í máli og gagnrýndi þjálfarann Erik ten Hag. „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Ten Hag stýrði Ronaldo hjá United en þeirra samskipti fóru í frost og endaði með því að Ronaldo yfirgaf félagið. Æsir sig ekki yfir ummælunum Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik Manchester United við Southampton á suðurströndinni í hádeginu á laugardag. Þar var hann spurður út í ummæli Portúgalans. Hann sagði þau lítil áhrif hafa á sig. „Hann sagði að Manchester United gæti ekki unnið deildina, hann sagði það ef þú lest greinina vel. Hann er langt í burtu, Sádi-Arabía er langt frá Manchester. Öllum er heimilt að hafa sína skoðun, það er í fínu lagi,“ segir ten Hag. "He's far away from Manchester" 👀Erik ten Hag responds to Cristiano Ronaldo's comments 🗣 pic.twitter.com/tXOMW91uP9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 12, 2024 „Við skulum sjá hvar við stöndum í maí á næsta ári. Tímabilið er ný hafið og þetta snýst um að keppa um titla og vera eins ofarlega í deildinni og mögulegt er. Við munum reyna allt til að vinna hvern einasta leik og svo sjáum við hvar við stöndum í maí,” bætir hann við. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
Manchester United hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að hafa hafnað í áttunda sæti í fyrra. Ronaldo var ómyrkur í máli og gagnrýndi þjálfarann Erik ten Hag. „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Ten Hag stýrði Ronaldo hjá United en þeirra samskipti fóru í frost og endaði með því að Ronaldo yfirgaf félagið. Æsir sig ekki yfir ummælunum Ten Hag sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik Manchester United við Southampton á suðurströndinni í hádeginu á laugardag. Þar var hann spurður út í ummæli Portúgalans. Hann sagði þau lítil áhrif hafa á sig. „Hann sagði að Manchester United gæti ekki unnið deildina, hann sagði það ef þú lest greinina vel. Hann er langt í burtu, Sádi-Arabía er langt frá Manchester. Öllum er heimilt að hafa sína skoðun, það er í fínu lagi,“ segir ten Hag. "He's far away from Manchester" 👀Erik ten Hag responds to Cristiano Ronaldo's comments 🗣 pic.twitter.com/tXOMW91uP9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 12, 2024 „Við skulum sjá hvar við stöndum í maí á næsta ári. Tímabilið er ný hafið og þetta snýst um að keppa um titla og vera eins ofarlega í deildinni og mögulegt er. Við munum reyna allt til að vinna hvern einasta leik og svo sjáum við hvar við stöndum í maí,” bætir hann við.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira