115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánudag Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2024 14:42 Formleg réttarhöld hefjast á mánudag vegna meintra fjármálabrota Manchester City. EPA Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið „Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“ Sport Frostið veldur óvissu og leiknum við Tyrki mögulega frestað Fótbolti Enn tapar Vardy fyrir Rooney í dómssalnum Fótbolti Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Enski boltinn KSÍ vildi fá Albert sem bað um hvíld Fótbolti Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Enski boltinn Sænskir fjölmiðlar greina frá gagnrýni Eggerts Arons Sport Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum Fótbolti Skelfileg mistök Kellehers og tap hjá Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Dagný kom við sögu í jafntefli West Ham Saka hefði getað spilað gegn Finnum Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Saka sendur heim vegna meiðsla Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Sjá meira
City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið „Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“ Sport Frostið veldur óvissu og leiknum við Tyrki mögulega frestað Fótbolti Enn tapar Vardy fyrir Rooney í dómssalnum Fótbolti Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Enski boltinn KSÍ vildi fá Albert sem bað um hvíld Fótbolti Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Enski boltinn Sænskir fjölmiðlar greina frá gagnrýni Eggerts Arons Sport Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum Fótbolti Skelfileg mistök Kellehers og tap hjá Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Dagný kom við sögu í jafntefli West Ham Saka hefði getað spilað gegn Finnum Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Saka sendur heim vegna meiðsla Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Sjá meira