115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánudag Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2024 14:42 Formleg réttarhöld hefjast á mánudag vegna meintra fjármálabrota Manchester City. EPA Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. Málið hefur verið til umræðu um hríð en réttarhöldin hefjast á mánudag samkvæmt Sky Sports. City vann deildina þrisvar á þessu níu ára tímabili en félagið neitar alfarið sök í málinu. Hvað er Manchester City ákært fyrir? Meðal ákæra á hendur City er að þeir hafi ekki upplýst að fullu um fjárhagslega þóknun sem einum af stjórnendum þeirra voru greidd á fjögurra ára tímabili. Tillagan er sú að það hafi verið leynilegur samningur og að stjórnandinn hafi fengið mun hærri laun en opinberlega var gefið upp. Enska úrvalsdeildin heldur því einnig fram að City hafi ekki farið að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi yfir fimm ára tímabil. Þeir fullyrða einnig að fulltrúar Manchester City hafi ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar á málinu. Hvað gæti orðið um City? Everton hefur þegar fundið fyrir stigafrádrætti vegna brota sem þessara, en stig voru dregin af félaginu í fyrra. Refsing vegna málsins gæti verið frá sektum og stigafrádrætti í það að vera vísað úr deildinni. Það þykir þó ólíklegt og væri talin öfgakennd refsing. Hvenær verður ákvörðun tekin? Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Búist er við því að formleg réttarhöld óháðu nefndarinnar muni standa yfir í allt að tvo mánuði, þar sem bæði úrvalsdeildin og City munu leggja fram gögn fyrir nefndina. Nefndin mun þá fara og skoða öll sönnunargögn áður en ákvörðun er tekin. Búist er við að það ferli taki nokkra mánuði vegna umfangs gjalda og magn upplýsinga sem á að fara yfir. Verði niðurstaðan sekt City eru allar líkur á því að félagið áfrýi því og tekur þá við nýtt ferli. Hvað hefur City sagt? Þegar ákærurnar voru fyrst tilkynntar í febrúar 2023 sagði City að félagið væri „undrandi“ yfir ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar. Auk þess að láta í ljós undrun sína á ákærunum, sagðist City einnig hafa lagt til „mikið magn ítarlegra gagna“ í té rannsakenda við rannsókn úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti