Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins Róbert Spanó skrifar 12. september 2024 11:03 Mál vararíkissaksóknara hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. Í framhaldi af beiðni ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra um að honum yrði veitt lausn um stundarsakir hefur ráðherra tekið þá ákvörðun hafna beiðninni. Samt hefur ráðherra í meginatriðum fallist á allar efnislegar röksemdir ríkissaksóknara. Í ákvörðun hennar er skýrt kveðið að orði og sagt að „ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild”. Hvað sem þessu líður féllst ráðherra ekki á beiðni ríkissaksóknara með þeim rökum að „tjáning vararíkissaksóknara [hafi verið] sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða [hafi haft] áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi”. Þá vísar ráðherra og til meðalhófsreglu í þessu samhengi. Þessi röksemdarfærsla ráðherra fær ekki lagalega staðist. Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn. Af ákvörðun dómsmálaráðherra má ráða að hún er þeirrar skoðunar að vararíkissóknari hafi með ummælum sínum dregið úr og grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Verður þessi afstaða vart skilin með öðrum hætti en svo að vararíkissaksóknari hafi með ummælum sínum „sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta”, en það er almennt hæfisskilyrði samkvæmt lögum um dómstóla sem vararíkissaksóknari þarf að uppfylla. Erfitt er að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu. Sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum er ekki lagalega tæk. Hún getur ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að hafna beiðni ríkissaksóknara. Þeir sem fara með opinbert vald, og þá sérstaklega embættismenn og aðrir starfsmenn í refsivörslukerfinu, sæta iðulega slíkum hótunum, eins og forstjóri fangelsismálastofnunar hefur nýlega bent á. Slíkar aðstæður geta því með engu móti talist „sérstakar“ eða réttlætt að æðstu handhafar ákæruvalds tjái sig með þeim hætti sem ráðherra sjálfur skilgreinir sem „óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu [vararíkissaksóknara] sem embættismanns“. Þeir sem velja það að taka að sér opinbert starf í réttarvörslukerfinu, einkum dómarar og handhafar ákæruvalds, samþykkja með því þær byrðar sem fylgja slíkum störfum í þágu hlutleysis og trausts á þeim mikilvægu störfum sem þeim hefur verið falið í þágu almannahagsmuna. Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu veita því ríkulegar heimildir til að þrengja að tjáningarfrelsi dómara og handhafa ákæruvalds. Það leiðir skýrt af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Ekki leikur vafi á því að núverandi ríkissaksóknari og aðrir ákærendur muni gera sitt besta til að endurheimta traust og að öðru leyti vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin. Niðurstaða dómsmálaráðherra er engu að síður áfall fyrir ákæruvaldið í landinu og þar með almenning allan sem á það treystir. Höfundur er lögmaður, lagaprófessor og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Mál vararíkissaksóknara hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. Í framhaldi af beiðni ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra um að honum yrði veitt lausn um stundarsakir hefur ráðherra tekið þá ákvörðun hafna beiðninni. Samt hefur ráðherra í meginatriðum fallist á allar efnislegar röksemdir ríkissaksóknara. Í ákvörðun hennar er skýrt kveðið að orði og sagt að „ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild”. Hvað sem þessu líður féllst ráðherra ekki á beiðni ríkissaksóknara með þeim rökum að „tjáning vararíkissaksóknara [hafi verið] sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða [hafi haft] áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi”. Þá vísar ráðherra og til meðalhófsreglu í þessu samhengi. Þessi röksemdarfærsla ráðherra fær ekki lagalega staðist. Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn. Af ákvörðun dómsmálaráðherra má ráða að hún er þeirrar skoðunar að vararíkissóknari hafi með ummælum sínum dregið úr og grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Verður þessi afstaða vart skilin með öðrum hætti en svo að vararíkissaksóknari hafi með ummælum sínum „sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta”, en það er almennt hæfisskilyrði samkvæmt lögum um dómstóla sem vararíkissaksóknari þarf að uppfylla. Erfitt er að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu. Sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum er ekki lagalega tæk. Hún getur ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að hafna beiðni ríkissaksóknara. Þeir sem fara með opinbert vald, og þá sérstaklega embættismenn og aðrir starfsmenn í refsivörslukerfinu, sæta iðulega slíkum hótunum, eins og forstjóri fangelsismálastofnunar hefur nýlega bent á. Slíkar aðstæður geta því með engu móti talist „sérstakar“ eða réttlætt að æðstu handhafar ákæruvalds tjái sig með þeim hætti sem ráðherra sjálfur skilgreinir sem „óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu [vararíkissaksóknara] sem embættismanns“. Þeir sem velja það að taka að sér opinbert starf í réttarvörslukerfinu, einkum dómarar og handhafar ákæruvalds, samþykkja með því þær byrðar sem fylgja slíkum störfum í þágu hlutleysis og trausts á þeim mikilvægu störfum sem þeim hefur verið falið í þágu almannahagsmuna. Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu veita því ríkulegar heimildir til að þrengja að tjáningarfrelsi dómara og handhafa ákæruvalds. Það leiðir skýrt af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Ekki leikur vafi á því að núverandi ríkissaksóknari og aðrir ákærendur muni gera sitt besta til að endurheimta traust og að öðru leyti vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin. Niðurstaða dómsmálaráðherra er engu að síður áfall fyrir ákæruvaldið í landinu og þar með almenning allan sem á það treystir. Höfundur er lögmaður, lagaprófessor og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun