Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2024 08:02 Gunnar Nelson stefnir á endurkomu í búrið. Vísir/Getty Íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson er ekki á því að segja skilið við bardagaferil sinn alveg strax. Hann segir hungrið enn til staðar og þrátt fyrir hækkandi aldur segist hann enn vera að bæta sig. Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“ MMA Mest lesið Í beinni: Valur - Breiðablik | Bikarinn fer á loft Íslenski boltinn Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Íslenski boltinn Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Enski boltinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Meistararnir lentu undir en unnu samt Enski boltinn Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Íslenski boltinn Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Hildar yfir gegn meisturunum í hálfleik en töpuðu með sjö „Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Leik lokið: Þór/KA - Víkingur 0-1 | Gestirnir taka bronsið Þægilegt hjá Þrótti í Krikanum Í beinni: Everton - Newcastle | Ísinn brotinn hjá Dyche og félögum? Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Uppgjörið og viðtöl: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Risasigrar hjá Val og Haukum Byrjunarlið Vals og Breiðabliks: Pétur gerir tvær breytingar á liði Vals Lið Cecilíu jafnaði undir lokin og er enn taplaust Í beinni: Valur - Breiðablik | Bikarinn fer á loft Sandra María valin best Helena tekin inn í heiðurshöll TCU „Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Cole Campbell á bekknum hjá Dortmund Telur að Thomas sé betri en Basile „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Hvaða lið verður Íslandsmeistari kvenna í fótbolta? Njarðvík leikur í IceMar-höllinni „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Sjá meira
Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“
MMA Mest lesið Í beinni: Valur - Breiðablik | Bikarinn fer á loft Íslenski boltinn Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Íslenski boltinn Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Enski boltinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Meistararnir lentu undir en unnu samt Enski boltinn Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Íslenski boltinn Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Hildar yfir gegn meisturunum í hálfleik en töpuðu með sjö „Ef Andri hefði náð að haldast heill þá værum við ekki að berjast fyrir lífi okkar“ Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Leik lokið: Þór/KA - Víkingur 0-1 | Gestirnir taka bronsið Þægilegt hjá Þrótti í Krikanum Í beinni: Everton - Newcastle | Ísinn brotinn hjá Dyche og félögum? Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Uppgjörið og viðtöl: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Risasigrar hjá Val og Haukum Byrjunarlið Vals og Breiðabliks: Pétur gerir tvær breytingar á liði Vals Lið Cecilíu jafnaði undir lokin og er enn taplaust Í beinni: Valur - Breiðablik | Bikarinn fer á loft Sandra María valin best Helena tekin inn í heiðurshöll TCU „Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Cole Campbell á bekknum hjá Dortmund Telur að Thomas sé betri en Basile „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Hvaða lið verður Íslandsmeistari kvenna í fótbolta? Njarðvík leikur í IceMar-höllinni „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Sjá meira
Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Íslenski boltinn
Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Íslenski boltinn