Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 13:52 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson flytur fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra síðan 2017 á Alþingi í kvöld. Meðal mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í haust er frumvarp um verslun með áfengi á netinu, en málið var til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19:40 í kvöld og skiptast umræður í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur tólf mínútur til framsögu en ræðumenn annarra flokka hafa sex mínútur í hvorri umferð. Samkvæmt mælendaskrá flytja formenn flokkanna í flestum tilfellum fyrstu ræðu, að frátalinni Halldóru Mogensen í tilfelli Pírata sem ekki hafa formann. Síðast flutti Bjarni Benediktsson stefnuræðu sem forsætisráðherra í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í september 2017. Líkt og kunnugt er sprakk sú ríkisstjórn síðar sama ár. Nú í kvöld, sjö árum síðar flytur Bjarni aftur stefnuræðu sem forsætisráðherra. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru 216 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem dreift hefur verið á Alþingi og verður gerð opinber í kvöld. „Það síðan verður að koma í ljós hvað af þessu kemur fram og hvað verður afgreitt. Það auðvitað ræðst af því hvernig málum háttar hér í þinginu,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Netverslun með áfengi á dagskrá í haust Eitt þeirra mála sem boðað hefur verið á haustmánuðum samkvæmt heimildum fréttastofu er frumvarp dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Málið hefur verið umdeilt, en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun í sumar vegna álitamála um netsölu með áfengi. „Við erum komin þangað í athuguninni að þrír ráðherrar hafa mætt til nefndarinnar. Dómsmála-, heilbrigðisráðherra og nú síðast í morgun fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra Sigurð Inga Jóhannsson. Svo munum við halda áfram umfjöllun á næstu fundum,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Hún segir ekki tímabært að segja til um hvað að endingu komi út úr þeirri vinnu, enda sé frumkvæðisathuguninni ekki lokið. Þórunn kveðst ágætlega stemmd fyrir komandi þingvetri. „Við vitum öll að stærstu viðfangsefnin eru að ná niður verðbólgunni og vöxtunum sem að herja með ólíkum hætti þó á heimilin og fólkið í landinu. Það er stærsta verkefnið og við í Samfylkingunni óttumst að ríkisstjórnin hafi gefist upp á þessu verkefni,“ segir Þórunn, og vísar til þess sem lesa megi úr fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira