Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 09:32 Hugo Larsson fagnar marki með Eintracht Frankfurt. Lars Lagerbäck vinnur fyrir sænska sjónvarpið. Getty/Helge Prang Svíar unnu báða leiki sina í Þjóðadeildinni í fótbolta í þessum landsleikjaglugga en stór hluti fréttanna um liðið í sænskum fjölmiðlum hafa hins vegar snúist um ungan leikmann sem spilaði hvorugan leikinn. Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira