Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 07:33 Hin ástralska Raygun náði engum árangri á Ólympíuleikunum í París er samt best í heimi samkvæmt nýjasta heimslista Alþjóða dansambandsins. Getty/Elsa Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla. Dans Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Sjá meira
Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla.
Dans Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Sjá meira