„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 19:15 Andri Fannar Baldursson í eldlínunni á Víkingsvellinum í dag. Vísir/Anton Brink Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. „Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
„Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira