Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2024 15:00 Eftir vandræði í aðdragandanum komst Kelce vel frá útsendingu gærkvöldsins. Hér er hann í skyrtunni frægu í gær. Getty Fyrrum sóknarlínumaðurinn Jason Kelce þreytti frumraun sína í umfjöllun um NFL-deildina á ESPN vestanhafs í gærkvöld en það var ekki áfallalaust. Hann gleymdi jakkafötunum sínum heima. Kelce var sóknarlínumaður hjá Philadelphia Eagles við góðan orðstír í áraraðir en ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. Margir sóttust eftir kröftum hans í sjónvarpsútsendingar í kringum NFL-deildina enda hefur hlaðvarp hans og bróður hans, Travis Kelce, sem leikur með Kansas City Chiefs, orðið gríðarlega vinsælt á skömmum tíma. ESPN samdi við Kelce fyrir nýhafna leiktíð í NFL-deildinni og hans fyrsta útsending var í kringum leik San Francisco 49ers og New York Jets sem fram fór í gærkvöld. Scott van Pelt kynnti Jason Kelce til leiks í frumraun hans með ESPN í gær. Þar rakti hann frábæran árangur Kelce innan vallar og sagði hann framtíðarmann í frægðarhöll NFL-deildarinnar. „Hafandi sagt það er Jason Kelce í skyrtu sem hann keypti í verslunarmiðstöð vegna þess að hann gleymdi að taka fötin sín með,“ sagði van Pelt. „Skyrtan passar yfir magann, ég er búinn að skafa aðeins af mér. En brjóstin mín eru í vandræðum,“ sagði Kelce léttur og augljóslega mátti sjá að skyrtan passaði ekki vel yfir brjóstkassa hans. 49ers unnu sterkan 32-19 sigur á Aaron Rodgers og félögum í Jets í gær, þrátt fyrir að vera án stjörnuleikmanns síns, Christian McCaffrey. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson munu fara yfir þann leik og allt það helsta í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í Lokasókninni sem verður sýnd klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira
Kelce var sóknarlínumaður hjá Philadelphia Eagles við góðan orðstír í áraraðir en ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. Margir sóttust eftir kröftum hans í sjónvarpsútsendingar í kringum NFL-deildina enda hefur hlaðvarp hans og bróður hans, Travis Kelce, sem leikur með Kansas City Chiefs, orðið gríðarlega vinsælt á skömmum tíma. ESPN samdi við Kelce fyrir nýhafna leiktíð í NFL-deildinni og hans fyrsta útsending var í kringum leik San Francisco 49ers og New York Jets sem fram fór í gærkvöld. Scott van Pelt kynnti Jason Kelce til leiks í frumraun hans með ESPN í gær. Þar rakti hann frábæran árangur Kelce innan vallar og sagði hann framtíðarmann í frægðarhöll NFL-deildarinnar. „Hafandi sagt það er Jason Kelce í skyrtu sem hann keypti í verslunarmiðstöð vegna þess að hann gleymdi að taka fötin sín með,“ sagði van Pelt. „Skyrtan passar yfir magann, ég er búinn að skafa aðeins af mér. En brjóstin mín eru í vandræðum,“ sagði Kelce léttur og augljóslega mátti sjá að skyrtan passaði ekki vel yfir brjóstkassa hans. 49ers unnu sterkan 32-19 sigur á Aaron Rodgers og félögum í Jets í gær, þrátt fyrir að vera án stjörnuleikmanns síns, Christian McCaffrey. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson munu fara yfir þann leik og allt það helsta í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í Lokasókninni sem verður sýnd klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
NFL Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira