Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2024 10:20 Airbus A321-þotan í útliti Icelandair við flugvélaverksmiðjurnar í Hamborg í gærkvöldi. Icelandair/Airbus TF-IAA, fyrsta Airbus-þotan sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Áætlað er að þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 LR, komi til landsins í nóvember og verði fáum dögum síðar tekin í notkun á áætlunarleiðum Icelandair. Flugvélinni rennt út af málningarverkstæðinu í Hamborg í gærkvöldi. Icelandair gat valið um hvíta eða svarta gluggaramma á framgluggunum og valdi svarta, eins konar gleraugu.Icelandair/Airbus Hér fylgja fyrstu myndir af vélinni í litum Icelandair. Næst á dagskrá í framleiðsluferlinu er að koma fyrir hreyflum á vængjunum og setja sæti og afþreyingarkerfi um borð, samkvæmt upplýsingum Icelandair. Því næst fer hún í flugprófanir á vegum Airbus áður en félagið fær hana formlega afhenta eftir um það bil tvo mánuði. Frá málun þotunnar.Icelandair/Airbus Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu kynningu síðastliðinn fimmtudag frá fulltrúa Icelandair á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því viðamikla verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun áhafna og annars starfsfólks, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. Eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku munu fjórar Airbus A321 bætast við flota Icelandair fyrir sumarið 2025. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Nafn Icelandair komið á skrokkinn.Icelandair/Airbus Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Ein af frumgerðum þeirrar tegundar kom hingað til lands í fyrra til flugprófana í sterkum hliðarvindi á Keflavíkurflugvelli, sem sjá má hér: Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Flugvélinni rennt út af málningarverkstæðinu í Hamborg í gærkvöldi. Icelandair gat valið um hvíta eða svarta gluggaramma á framgluggunum og valdi svarta, eins konar gleraugu.Icelandair/Airbus Hér fylgja fyrstu myndir af vélinni í litum Icelandair. Næst á dagskrá í framleiðsluferlinu er að koma fyrir hreyflum á vængjunum og setja sæti og afþreyingarkerfi um borð, samkvæmt upplýsingum Icelandair. Því næst fer hún í flugprófanir á vegum Airbus áður en félagið fær hana formlega afhenta eftir um það bil tvo mánuði. Frá málun þotunnar.Icelandair/Airbus Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu kynningu síðastliðinn fimmtudag frá fulltrúa Icelandair á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því viðamikla verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun áhafna og annars starfsfólks, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. Eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku munu fjórar Airbus A321 bætast við flota Icelandair fyrir sumarið 2025. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Nafn Icelandair komið á skrokkinn.Icelandair/Airbus Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Ein af frumgerðum þeirrar tegundar kom hingað til lands í fyrra til flugprófana í sterkum hliðarvindi á Keflavíkurflugvelli, sem sjá má hér:
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21
Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20