„Ég verð vonandi kominn í betra form“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 21:14 Gylfi í baráttunni í leik kvöldsins. Getty Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. „Þetta er svekkjandi. Þeir eru bara mjög gott fótboltalið. Við auðvitað komum til baka að jafna í 1-1 og staðan þannig í hálfleik. En síðan skora þeir bara frábært mark sem kemur þeim í 2-1. Þeir eru marki yfir og við þurfum að reyna að taka sénsa undir lokin. Á móti svona liði er það alltaf hættulegt,“ segir Gylfi við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Hann hrósar tyrkneska liðinu í hástert. Klippa: Gylfi eftir leik í Izmir „Þú sérð bara hvernig þeir spiluðu fótbolta í dag, frábærir leikmenn, góðir tæknilega og núna er að horfa á næsta mánuð. Tveir heimaleikir þar sem þarf að ná í sex stig,“ segir Gylfi. Leikmenn Íslands hafi gert vel að brotna ekki við erfiðar aðstæður, hafandi lent snemma undir. Ísland jafnaði seint í fyrri hálfleik og staðan jöfn í hálfleik. „Fyrstu tvær til þrjár mínúturnar voru ekki það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega hérna úti í Tyrklandi. Það hefði getað verið auðvelt að brotna og þeir fengu nokkur hálffæri. Við stóðum þetta af okkur og komumst aftur inn í leikinn en heilt yfir er þetta sanngjörn úrslit,“ segir Gylfi. Hann lítur þá heilt yfir vel á landsliðsgluggann sem er að baki. Aðspurður um hvernig það hafi verið að snúa aftur segir Gylfi: „Bara geggjað, yndislegt. Ég verð vonandi kominn í betra form í næsta mánuði ef ég verð með þar. Það er bara margt jákvætt fyrir mig persónulega og fyrir hópinn að reyna að byggja ofan á þessa tvo leiki og taka þetta í næsta mánuði.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Sjá meira
„Þetta er svekkjandi. Þeir eru bara mjög gott fótboltalið. Við auðvitað komum til baka að jafna í 1-1 og staðan þannig í hálfleik. En síðan skora þeir bara frábært mark sem kemur þeim í 2-1. Þeir eru marki yfir og við þurfum að reyna að taka sénsa undir lokin. Á móti svona liði er það alltaf hættulegt,“ segir Gylfi við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Hann hrósar tyrkneska liðinu í hástert. Klippa: Gylfi eftir leik í Izmir „Þú sérð bara hvernig þeir spiluðu fótbolta í dag, frábærir leikmenn, góðir tæknilega og núna er að horfa á næsta mánuð. Tveir heimaleikir þar sem þarf að ná í sex stig,“ segir Gylfi. Leikmenn Íslands hafi gert vel að brotna ekki við erfiðar aðstæður, hafandi lent snemma undir. Ísland jafnaði seint í fyrri hálfleik og staðan jöfn í hálfleik. „Fyrstu tvær til þrjár mínúturnar voru ekki það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega hérna úti í Tyrklandi. Það hefði getað verið auðvelt að brotna og þeir fengu nokkur hálffæri. Við stóðum þetta af okkur og komumst aftur inn í leikinn en heilt yfir er þetta sanngjörn úrslit,“ segir Gylfi. Hann lítur þá heilt yfir vel á landsliðsgluggann sem er að baki. Aðspurður um hvernig það hafi verið að snúa aftur segir Gylfi: „Bara geggjað, yndislegt. Ég verð vonandi kominn í betra form í næsta mánuði ef ég verð með þar. Það er bara margt jákvætt fyrir mig persónulega og fyrir hópinn að reyna að byggja ofan á þessa tvo leiki og taka þetta í næsta mánuði.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Sjá meira